Innlent

Vilja að fallið verði frá flutningi Fiskistofu

Samúel Karl Ólason skrifar
Júlíus Vífill Ingólfsson og Halldór Halldórsson.
Júlíus Vífill Ingólfsson og Halldór Halldórsson. Vísir/Vilhelm/Daníel
Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, lögðu í morgun fram ályktunartillögu þar sem þeir hvetja stjórnvöld til að falla frá flutningi Fiskistofu.

Í tillögunni hvetja þeir til vandaðrar stjórnsýslu af hálfu ríkisins og segja ákvörðunina um flutning Fiskistofu vera dæmi um óundirbúinn og óvandaðan flutning stofnunar.

„Enda virðist niðurstaðan verða sú að fæst ef nokkuð af starfsfólkinu flytur með og ríkissjóður verður fyrir óþarfa kostnaði. Ráðherra er hvattur til þess að falla frá þessum áformum,“ segir í tilkynningu frá Sjáflstæðisflokknum í Reykjavík.

Þá segir að erfitt sé að sjá hvernig ný stofnun sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur tilkynnt um eigi erindi út á land. Þörfin fyrir slíka starfsemi sé mest á höfuðborgarsvæðinu.

„Við mótun byggðastefnu er kominn tími til að tekið verði tillit til höfuðborgarinnar sem mikilvægs útvarðar byggðar á Íslandi. Stefnumótun í byggðamálum þarf að taka mið af breyttum aðstæðum og þörfum íbúa landsins og viðurkenna mikilvægi höfuðborgarinnar.“

Tillögunni var frestað á fundi borgarráðs í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×