Byron Scott spáir því að Kobe verði ekki góður þjálfari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2014 13:30 Kobe Bryant. Vísir/Getty Byron Scott fær það verðuga verkefni að koma Los Angeles Lakers liðinu aftur á réttan kjöl í NBA-deildinni í körfubolta eftir erfitt tímabil þar sem liðið missti af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tæpan áratug. Kobe Bryant missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla og margir bíða spenntir eftir því hvernig þessi 36 ára gamli leikmaður kemur til baka eftir erfið meiðsli. Byron Scott var spurður út í Kobe í gær. „Ég býst við að hann spili alla 82 leikina og spili vel," sagði Byron Scott um væntingar sínar til Kobe sem spilaði aðeins sex leiki á síðasta tímabili. „Ef ég segi alveg eins og er þá er Kobe þannig leikmaður sem mun vera með 23 eða 24 stig að meðaltali í leik. Okkar aðalstarf er að halda honum heilum," sagði Byron Scott. Kobe Bryant hefur aldrei talað um það opinberlega að hann hafi áhuga á þjálfun eftir að hann leggur skóna á hilluna en Byron Scott hefur líka enga trú á því að Kobe geti orðið góður þjálfari. „Hann er alltof harður. Hann myndi krefjast miklu meira af leikmönnunum en menn eins og ég eða Pat Riley. Hann myndi setja sömu kröfur á leikmenn sína og hann setur á sig sjálfan. Það væri erfitt fyrir þá að hafa sömu ástríðu fyrir leiknum, hafa sömu ást á leiknum eða vera jafn skuldbundinn körfuboltanum og Kobe," sagði Scott. Bryant er að hefja sitt 19. tímabil í NBA-deildinni en meiðslin sáu til þess að hann á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að ógna stigameti Kareem Abdul-Jabbar. Kobe er nú í fjórða sætinu, 592 stigum á eftir Michael Jordan og 6687 stigum á eftir Abdul-Jabbar. NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sjá meira
Byron Scott fær það verðuga verkefni að koma Los Angeles Lakers liðinu aftur á réttan kjöl í NBA-deildinni í körfubolta eftir erfitt tímabil þar sem liðið missti af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tæpan áratug. Kobe Bryant missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla og margir bíða spenntir eftir því hvernig þessi 36 ára gamli leikmaður kemur til baka eftir erfið meiðsli. Byron Scott var spurður út í Kobe í gær. „Ég býst við að hann spili alla 82 leikina og spili vel," sagði Byron Scott um væntingar sínar til Kobe sem spilaði aðeins sex leiki á síðasta tímabili. „Ef ég segi alveg eins og er þá er Kobe þannig leikmaður sem mun vera með 23 eða 24 stig að meðaltali í leik. Okkar aðalstarf er að halda honum heilum," sagði Byron Scott. Kobe Bryant hefur aldrei talað um það opinberlega að hann hafi áhuga á þjálfun eftir að hann leggur skóna á hilluna en Byron Scott hefur líka enga trú á því að Kobe geti orðið góður þjálfari. „Hann er alltof harður. Hann myndi krefjast miklu meira af leikmönnunum en menn eins og ég eða Pat Riley. Hann myndi setja sömu kröfur á leikmenn sína og hann setur á sig sjálfan. Það væri erfitt fyrir þá að hafa sömu ástríðu fyrir leiknum, hafa sömu ást á leiknum eða vera jafn skuldbundinn körfuboltanum og Kobe," sagði Scott. Bryant er að hefja sitt 19. tímabil í NBA-deildinni en meiðslin sáu til þess að hann á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að ógna stigameti Kareem Abdul-Jabbar. Kobe er nú í fjórða sætinu, 592 stigum á eftir Michael Jordan og 6687 stigum á eftir Abdul-Jabbar.
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins