RÚV yfirskuldsett Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2014 20:30 vísir/gva Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. Stærstur hluti þeirra vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. „Félagið er yfirskuldsett og skapar ekki nægt sjóðsstreymi til að standa undir greiðslum næsta árs afborgana og vaxtagreiðslna. Því er nauðsynlegt fyrir RÚV að minnka skuldir og auka veltufé til þess að tryggja rekstrarhæfi félagsins,“ segir í tilkynningunni. Sem kunnugt er réðst fyrri framkvæmdastjórn í umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir í lok síðasta árs með það að markmiði að koma rekstri RÚV í jafnvægi. Aðgerðirnar dugðu þó ekki til þess að jafnvægi næðist og útlit er fyrir umtalsverðu tapi á rekstrarárinu 2013-2014. Í tilkynningunni segir að meira þurfi til að núverandi tekjur standi undir starfsemi RÚV. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir þetta mikil vonbrigði. Félagið sé augljóslega enn ekki náð að losa sig við þann fortíðarvanda sem það hefur lengi glímt við. „Nú liggur fyrir nokkuð skýr mynd af stöðu RÚV og ég bind vonir við að menn vinni sameiginlega að því að treysta grundvöll RÚV og þannig skapa viðundandi aðstæður fyrir Ríkisútvarpið til að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem af því er vænst í lögum – og ekki síður af þjóðinni. Ríkisútvarpið er ein mikilvægasta lýðræðis- og menningarstofnun þjóðarinnar og við viljum tryggja að það standi undir nafni sem útvarp allra landsmanna,“ segir Magnús Geir. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. Stærstur hluti þeirra vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. „Félagið er yfirskuldsett og skapar ekki nægt sjóðsstreymi til að standa undir greiðslum næsta árs afborgana og vaxtagreiðslna. Því er nauðsynlegt fyrir RÚV að minnka skuldir og auka veltufé til þess að tryggja rekstrarhæfi félagsins,“ segir í tilkynningunni. Sem kunnugt er réðst fyrri framkvæmdastjórn í umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir í lok síðasta árs með það að markmiði að koma rekstri RÚV í jafnvægi. Aðgerðirnar dugðu þó ekki til þess að jafnvægi næðist og útlit er fyrir umtalsverðu tapi á rekstrarárinu 2013-2014. Í tilkynningunni segir að meira þurfi til að núverandi tekjur standi undir starfsemi RÚV. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir þetta mikil vonbrigði. Félagið sé augljóslega enn ekki náð að losa sig við þann fortíðarvanda sem það hefur lengi glímt við. „Nú liggur fyrir nokkuð skýr mynd af stöðu RÚV og ég bind vonir við að menn vinni sameiginlega að því að treysta grundvöll RÚV og þannig skapa viðundandi aðstæður fyrir Ríkisútvarpið til að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem af því er vænst í lögum – og ekki síður af þjóðinni. Ríkisútvarpið er ein mikilvægasta lýðræðis- og menningarstofnun þjóðarinnar og við viljum tryggja að það standi undir nafni sem útvarp allra landsmanna,“ segir Magnús Geir.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira