„Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2014 19:55 Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. Aðalmeðferð hófst í dag í stóru markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara á hendur fjórum fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans þeim Sigurjóni Þ. Árnasyni fyrrverandi bankastjóra, Ívar Guðjónssyni fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlurunum Júlíus Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun fyrir kaup og sölu hlutabréfa fyrir eigin reikning Landsbankans á tímabilinu 1. nóvember 2007 - 3. október 2008 í hlutabréfum útgefnum af bankanum sjálfum. Ákæruvaldið heldur þvífram að viðskiptin hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Umrætt mál var stundum kallað „allsherjar markaðsmisnotkun“ í fjölmiðlum meðan það var til rannsóknar en það hugtak á sér enga stoð í íslenskum lögum. Í raun er um að ræða markaðsmisnotkun sem stendur yfir langt tímabil. Brot fjórmenninganna geta varðað sektum eða allt að sex ára fangelsi. Til að sakfella fyrir markaðsmisnotkun dugir gáleysi samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti ólíkt því sem gildir um auðgunarbrot í hegningarlögum þar sem gerð er krafa um ásetning. Á mannamáli þýðir þetta að hægt er að sakfella ákærðu fyrir brotin þótt þeir hafi framið þau óvart, eða af misgá. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, telur að þetta tiltekna mál sé mikilvægur prófsteinn varðandi túlkun á markaðsmisnotkunarákvæði laga um verðbréfaviðskipti. „Þetta er fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi og er svolítill prófsteinn á mál af þessu tagi. Það hafa ekki farið alveg sambærileg mál og þetta fyrir dóm. Þannig að þetta veðrur fordæmisgefandi,“ segir Ólafur Þór. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. Aðalmeðferð hófst í dag í stóru markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara á hendur fjórum fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans þeim Sigurjóni Þ. Árnasyni fyrrverandi bankastjóra, Ívar Guðjónssyni fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlurunum Júlíus Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun fyrir kaup og sölu hlutabréfa fyrir eigin reikning Landsbankans á tímabilinu 1. nóvember 2007 - 3. október 2008 í hlutabréfum útgefnum af bankanum sjálfum. Ákæruvaldið heldur þvífram að viðskiptin hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Umrætt mál var stundum kallað „allsherjar markaðsmisnotkun“ í fjölmiðlum meðan það var til rannsóknar en það hugtak á sér enga stoð í íslenskum lögum. Í raun er um að ræða markaðsmisnotkun sem stendur yfir langt tímabil. Brot fjórmenninganna geta varðað sektum eða allt að sex ára fangelsi. Til að sakfella fyrir markaðsmisnotkun dugir gáleysi samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti ólíkt því sem gildir um auðgunarbrot í hegningarlögum þar sem gerð er krafa um ásetning. Á mannamáli þýðir þetta að hægt er að sakfella ákærðu fyrir brotin þótt þeir hafi framið þau óvart, eða af misgá. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, telur að þetta tiltekna mál sé mikilvægur prófsteinn varðandi túlkun á markaðsmisnotkunarákvæði laga um verðbréfaviðskipti. „Þetta er fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi og er svolítill prófsteinn á mál af þessu tagi. Það hafa ekki farið alveg sambærileg mál og þetta fyrir dóm. Þannig að þetta veðrur fordæmisgefandi,“ segir Ólafur Þór.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira