Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2014 10:37 Sigurjón Þ. Árnason ásamt Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni sínum. Vísir/GVA Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. Stjórnendur og starfsmenn Landsbankans er sakaðir um að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í aðdraganda hrunsins. Gert er ráð fyrir því að aðalmeðferðin standi til 13. október eða í níu daga. Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, fyrrum bankastjóra Landsbankans, og þremur starfsmönnum bankans, er gefið að sök að hafa blekkt almenning með því að handstýra verði hlutabréfa í bankanum í aðdraganda hrunsins. „Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa í Landsbankanum með ólögmætum hætti," segir í ákærunni. Í raun er verið að taka fyrir eitt mál af þremur í ákærunni. Þegar hefur verið réttað í svokölluðu ÍMON-máli þar sem Sigurjón og Elín Sigfúsdóttir voru sýknuð af ákæru um umboðssvik. Steinþór Gunnarsson, sem gegndi stöðu forstöðumanns verðbréfamiðlunar bankans, var hins vegar dæmdur í níu mánaða fangelsi þar af hálft ár á skilorði. Þriðja og síðasta málið er áþekkt ÍMON-málinu og snýst um markaðsmisnotkun.Það snýst um 3,8 milljarða kaup félagsins Azalea Resources Ltd., sem er skráð á Bresku-Jómfrúreyjum, á bréfum í bankanum 3. október 2008. Kaupin áttu að vera fjármögnuð með láni frá bankanum. Azalea Resources Ltd. var í eigu finnsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, Ari Salmivuori. Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. Stjórnendur og starfsmenn Landsbankans er sakaðir um að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í aðdraganda hrunsins. Gert er ráð fyrir því að aðalmeðferðin standi til 13. október eða í níu daga. Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, fyrrum bankastjóra Landsbankans, og þremur starfsmönnum bankans, er gefið að sök að hafa blekkt almenning með því að handstýra verði hlutabréfa í bankanum í aðdraganda hrunsins. „Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa í Landsbankanum með ólögmætum hætti," segir í ákærunni. Í raun er verið að taka fyrir eitt mál af þremur í ákærunni. Þegar hefur verið réttað í svokölluðu ÍMON-máli þar sem Sigurjón og Elín Sigfúsdóttir voru sýknuð af ákæru um umboðssvik. Steinþór Gunnarsson, sem gegndi stöðu forstöðumanns verðbréfamiðlunar bankans, var hins vegar dæmdur í níu mánaða fangelsi þar af hálft ár á skilorði. Þriðja og síðasta málið er áþekkt ÍMON-málinu og snýst um markaðsmisnotkun.Það snýst um 3,8 milljarða kaup félagsins Azalea Resources Ltd., sem er skráð á Bresku-Jómfrúreyjum, á bréfum í bankanum 3. október 2008. Kaupin áttu að vera fjármögnuð með láni frá bankanum. Azalea Resources Ltd. var í eigu finnsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, Ari Salmivuori.
Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12
Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26
Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03
Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45