Fótbolti

Gunnhildur Yrsa og félagar fallnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnhildur önnur frá hægri.
Gunnhildur önnur frá hægri.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og félagar í Grand Bodo eru fallnar úr norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var ljóst eftir 2-1 tap gegn Arna-Björnar í dag.

Gunnhildur og félagar töpuðu enn einum leiknum í dag, en alls hafa þær tapað 16 leikjum á þessu tímabili. Liðið er með sjö stig í tólfta sæti og á ekki möguleika á að bjarga sér.

Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir voru í eldlínunni með Avaldsnes í tapi gegn Stabæk í sömu deild, 1-0. Avaldsnes er í fimmta sæti deildarninar með 35 stig og mun líklega enda í því sæti.

Klepp, lærisveinar Jóns Páls Pálmasonar, gerðu jafntefli gegn Roa á útivelli í dag. Liðið er í áttunda sæti af tólf liðum þegar ein umferð er eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×