Innlent

"Munum skerpa á reglum fyrirtækisins“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Fólkið dansaði steinsnar frá nýja hrauninu.
Fólkið dansaði steinsnar frá nýja hrauninu. vísir/skjáskot/auðunn
„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og munum skerpa á reglum fyrirtækisins. En okkur hefur ekki gefist tækifæri til að funda með flugmanninum,“ segir Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri þyrluþjónustunnar  Reykjavík Helicopters og bætir við að ekkert bendi til þess að flugmanninum verði vikið úr starfi. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa þegar lýst því yfir að ábyrgðin sé alfarið á flugmanninum.

Fyrir tíu dögum síðan lenti flugmaður Reykjavík Helicopters með tískudrottninguna Goga Ashkenazi og föruneyti hennar, aðeins spölkorn frá nýja hrauninu, og virti flugmaðurinn því ekki lokanir við gosstöðvarnar. Málið vakti mikla athygli eftir að Ashkenazi birti myndband af athæfinu á Instagram síðu sinni, sem hún hefur nú fjarlægt. Er það mat almannavarna að fólkið hafi sett sig í stórhættu.



Að sögn Svavars Pálssonar, sýslumanns á Húsavík, er málið komið á borð Lögreglustjóraembættisins í Reykjavík og er þar til rannsóknar. Að sögn Friðgeirs hefur engin kæra borist fyrirtækinu.


Tengdar fréttir

Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu

Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram.

Flugmanninum verður ekki vikið úr starfi

Samkvæmt markaðsstjóra Reykjavík Helicopters stendur ekki til að víkja flugmanninum úr starfi en leitað verður skýringa á því hvers vegna flugmaðurinn virti ekki lokanir við gosstöðvarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×