Jólageit IKEA er löngu orðin fastagestur í Kauptúninu á þessum árstíma þar sem hún stendur keik vaktina á hólnum sínum til áramóta.
Geitin er rúmlega sex metra há og engin smásmíði, enda dugir ekki minna en kranabíll til að koma henni á sinn stað.
Þar trónir hún, skreytt þúsundum ljósa sem lýsa upp umhverfið þar til daginn fer að lengja aftur.
Jólaerillinn hefst snemma í IKEA og verslunin nú komin í jólabúning, bæði innan- og utandyra, og jólageitin skipar þar heiðurssess, enda jafn sænsk og IKEA.
Innlent