Erlent

Sátt í sjónmáli í Hong Kong

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Æðsti embættismaður Hong Kong, C.Y. Leung, segist vera tilbúinn til samningaviðræðna við mótmælendur stúdentahreyfingarinnar sem krefjast þess að kosningar á þarnæsta ári verði frjálsar. Þúsundir hafa tekið þátt í mótmælunum sem staðið hafa yfir í nærri þrjár vikur.  

Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram en til átaka kom í miðborg Hong Kong í nótt þar sem hópur mótmælenda neitaði að gefast upp þrátt fyrir ítrekaðar skipanir yfirvalda í borginni að hafa sig heim á leið.

Í nótt gerðu þeir tilraun til þess að loka enn á ný einni aðalumferðaræð borgarinnar eftir að lögregla hafði rutt svæðið í fyrrinótt. Lögreglan kom í veg fyrir að mótmælendum tækist ætlunarverk sitt og beitti hún piparúða óspart á fólkið.




Tengdar fréttir

Mótmælendur hóta hertum aðgerðum

Leiðtogar mótmælenda í Hong Kong vöruðu við því að ef æðsti yfirmaður Hong Kong segði ekki af sér í gær myndu þeir fjölga mótmælaaðgerðum sínum, þar á meðal leggja undir sig þó nokkrar mikilvægar byggingar stjórnvalda.

Hóta enn frekari aðgerðum

Talið er að mótmælin í miðborg Hong Kong hafi náð hámarki í dag á þjóðhátíðardegi Kína. Mótmælendurnir hafa þó hótað að herða aðgerðir sínar enn frekar og ætla að leggja undir sig opinberar stjórnarbyggingar í miðborg Hong Kong, láti æðstu embættismenn ekki af störfum.

Táragasi beitt gegn mótmælendum

Lögreglumenn í Hong Kong hafa varið ákvörðun sína um að nota táragas og fleiri aðferðir til að hafa stjórn á mótmælendum í fjármálahverfi borgarinnar.

Fjarlægðu vegatálma í borginni

Hluti lýðræðissinna í Hong Kong ákvað í gær að fjarlægja suma af þeim vegatálmum sem búið var að koma fyrir á vegum og gangstéttum í borginni. Einnig ákváðu þeir að draga úr mótmælum sínum.

Aukin harka í mótmælunum í Hong Kong

Aukin harka færðist í mótmælin í Hong Kong í dag eftir að æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, skipaði lögreglu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að hægt væri að opna opinberar skrifstofur og skóla á mánudag.

Hong Kong búar loka fyrir umferð

Lögregla beitti í nótt piparúða á mótmælendur sem höfðu í þúsundatali sest á götur og lokað fyrir umferð í miðborg Hong Kong.

Mótmælt í Hong Kong á þjóðhátíðardegi Kína

Yfirvöld og íbúar í Hong Kong búa sig nú undir fjölmennustu mótmælin í borginni til þessa en í dag er þjóðhátíðardagur Kínverja. Æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, en borgin hefur verið hluti af Kína frá árinu 1997, segir að kröfum mótmælenda verði aðeins svarað í góðri samvinnu við yfirvöld á kínverska meginlandinu.

Vilja fund með leiðtoga Hong Kong

Mótmælendur í Hong Kong krefjast fundar með Leung Chun-ying leiðtoga borgarinnar. Hann segir Kínverja ekki gefa neitt eftir.

Lýðræðislegar umbætur í limbói

Hong Kong var bresk nýlenda í rúm 150 ár og þekkja íbúar borgarinnar ekki hvað það er að stjórna sér alfarið sjálfir. Þrátt fyrir að Kínverjar leyfi Hong Kong-búum það að mestu eiga þeir samt erfitt með að færa kosningakerfið í lýðræðisátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×