Erlent

Aðgerðir lögreglu vekja reiði

Samúel Karl Ólason skrifar
Óeinkennisklæddir lögregluþjónar bera mótmælenda af vettvangi.
Óeinkennisklæddir lögregluþjónar bera mótmælenda af vettvangi. Vísir/AP
Lögreglan í Hong Kong réðst í gær gegn mótmælendum í borginni og tók niður vegatálma sem höfðu verið settir upp. Lögreglumenn náðust á myndband þar sem þeir beittu handjárnaðan mótmælenda ofbeldi. Meðal annars spörkuðu þeir og kýldu hann.

Hundruð lögreglumanna beittu piparúða, kylfum og skjöldum gegn mótmælendunum samkvæmt AP fréttaveitunni.

Sjónvarpsstöð í Hong Kong birti myndband af lögreglumönnum draga einn mótmælanda til hliðar þar spörkuðu ítrekað í hann liggjandi. Skömmu áður hafði hann sést skvetta vatni á lögreglumenn. Mótmælandinn Ken Tsang sagði fjölmiðlum í dag að hann hefði einnig verið beittur ofbeldi á lögreglustöðinni.

Hann sýndi blaðamönnum áverka sem hann sagði lögreglumenn hafa veitt sér og sagðist vera að íhuga að kæra lögreglumennina. Þeir hafa þó verið settir í leyfi á meðan rannsókn á málinu stendur yfir, samkvæmt talsmanni lögreglunnar.

Lögreglan handtók 45 mótmælendur en þeir segja að fimm lögregluþjónar hafi meiðst í aðgerðunum.


Tengdar fréttir

Mótmælendur hóta hertum aðgerðum

Leiðtogar mótmælenda í Hong Kong vöruðu við því að ef æðsti yfirmaður Hong Kong segði ekki af sér í gær myndu þeir fjölga mótmælaaðgerðum sínum, þar á meðal leggja undir sig þó nokkrar mikilvægar byggingar stjórnvalda.

Fjarlægðu vegatálma í borginni

Hluti lýðræðissinna í Hong Kong ákvað í gær að fjarlægja suma af þeim vegatálmum sem búið var að koma fyrir á vegum og gangstéttum í borginni. Einnig ákváðu þeir að draga úr mótmælum sínum.

Aukin harka í mótmælunum í Hong Kong

Aukin harka færðist í mótmælin í Hong Kong í dag eftir að æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, skipaði lögreglu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að hægt væri að opna opinberar skrifstofur og skóla á mánudag.

Hong Kong búar loka fyrir umferð

Lögregla beitti í nótt piparúða á mótmælendur sem höfðu í þúsundatali sest á götur og lokað fyrir umferð í miðborg Hong Kong.

Mótmælt í Hong Kong á þjóðhátíðardegi Kína

Yfirvöld og íbúar í Hong Kong búa sig nú undir fjölmennustu mótmælin í borginni til þessa en í dag er þjóðhátíðardagur Kínverja. Æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, en borgin hefur verið hluti af Kína frá árinu 1997, segir að kröfum mótmælenda verði aðeins svarað í góðri samvinnu við yfirvöld á kínverska meginlandinu.

Vilja fund með leiðtoga Hong Kong

Mótmælendur í Hong Kong krefjast fundar með Leung Chun-ying leiðtoga borgarinnar. Hann segir Kínverja ekki gefa neitt eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×