Segir ekkert vanmat á matarkostnaði fjölskyldna Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2014 19:30 Fjármálaráðherra segir ekkert vanmat eiga sér stað á áhrifum hækkunar virðisaukaskatts á matvæli á fjárhag heimilanna. Samanlagðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar muni lækka neysluvísitöluna og auka ráðstöfunartekjur fólksins í landinu. Fullyrt hefur verið í fréttum að undanförnu að í forsendum frumvarps um breytingar á virðisaukaskatti á matvæli væri gert ráð fyrir að máltíð á hvern einstakling í fjögurra manna fjölskyldu kostaði 248 krónur. En þá á eftir að gera ráð fyrir öðrum útgjöldum til matarkaupa en beinlínis í matvöruverslunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir áhrif hækkunar virðisaukaskattsins ekki vanmetnar í frumvörpum til breytingar á viðrisaukaskatti og vörugjöldum. „Við erum ekki með aðrar forsendur en þær sem koma út úr neyslukönnun Hagstofunnar og sýna það að útgjöld heimilanna til kaupa á matvöru í dagvöruverslunum er um 16,2 prósent. Og við byggjum á því við þá útreiknnga sem við leggjum til grundvallar á tekjuáhrifum frumvarpsins. Síðan erum við með dæmi í frumvarpinu um hverning þetta kemur út fyrir einstakar fjölskyldur og það byggir allt á þessum sömu neyslukönnunum,“ segir Bjarni Þar sé líka tekið tillit til eyðslu fólks í mat utan dagvöruverslana. Það sé langt í frá að reiknað sé með að hver einstaklingur komist af með 248 krónur í mat á dag. „Enda stendur það hvergi í frumvarpinu. Það er alger tilbúningur að það sé eitthvað sagt um það í fjárlagafrumvarpinu eða frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti að fólk eigi að gera það. Við höfum enga skoðun á því. Við viljum bara meta áhrifin af þessum breytingum fyrir hag heimilanna og það er alveg skýrt að ríkið er að gefa frá sér tæplega fjóra milljarða í heildaráhrifum þessara aðgerða. Þess vegna mun verðlag lækka. Þess vegna mun kaupmáttur allra tekjuhópa hækka og það hefur enginn getað borið brigður á það að þetta eru heildaráhrifin af frumvarpinu,“ segir fjármálaráðherra. Þannig muni áhrif fyrirhugaðra skatta- og gjaldabreytinga t.d. auka kaupmátt hjóna með tvö börn um rúmar tvö þúsund krónur á mánuði, þvert á margt sem sagt hafi verið að undanförnu. Meðal annars vegna afnáms vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskattsins. „Í efra virðisaukaskattsþrepinu er fjölmargt sem fólk sækir sér út í dagvöruverslanir. Mætti ég nefna hreinlætisvörur, eldhúsrúllur, álpappír og bökunarpappír, hvað sem allt þetta er sem við setjum ekki ofan í okkur. Þetta er allt að lækka í verði með þessu og þannig hefur það áhrif til lækkunar á innkaupakörfunni,“ segir Bjarni Benediktsson. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekkert vanmat eiga sér stað á áhrifum hækkunar virðisaukaskatts á matvæli á fjárhag heimilanna. Samanlagðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar muni lækka neysluvísitöluna og auka ráðstöfunartekjur fólksins í landinu. Fullyrt hefur verið í fréttum að undanförnu að í forsendum frumvarps um breytingar á virðisaukaskatti á matvæli væri gert ráð fyrir að máltíð á hvern einstakling í fjögurra manna fjölskyldu kostaði 248 krónur. En þá á eftir að gera ráð fyrir öðrum útgjöldum til matarkaupa en beinlínis í matvöruverslunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir áhrif hækkunar virðisaukaskattsins ekki vanmetnar í frumvörpum til breytingar á viðrisaukaskatti og vörugjöldum. „Við erum ekki með aðrar forsendur en þær sem koma út úr neyslukönnun Hagstofunnar og sýna það að útgjöld heimilanna til kaupa á matvöru í dagvöruverslunum er um 16,2 prósent. Og við byggjum á því við þá útreiknnga sem við leggjum til grundvallar á tekjuáhrifum frumvarpsins. Síðan erum við með dæmi í frumvarpinu um hverning þetta kemur út fyrir einstakar fjölskyldur og það byggir allt á þessum sömu neyslukönnunum,“ segir Bjarni Þar sé líka tekið tillit til eyðslu fólks í mat utan dagvöruverslana. Það sé langt í frá að reiknað sé með að hver einstaklingur komist af með 248 krónur í mat á dag. „Enda stendur það hvergi í frumvarpinu. Það er alger tilbúningur að það sé eitthvað sagt um það í fjárlagafrumvarpinu eða frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti að fólk eigi að gera það. Við höfum enga skoðun á því. Við viljum bara meta áhrifin af þessum breytingum fyrir hag heimilanna og það er alveg skýrt að ríkið er að gefa frá sér tæplega fjóra milljarða í heildaráhrifum þessara aðgerða. Þess vegna mun verðlag lækka. Þess vegna mun kaupmáttur allra tekjuhópa hækka og það hefur enginn getað borið brigður á það að þetta eru heildaráhrifin af frumvarpinu,“ segir fjármálaráðherra. Þannig muni áhrif fyrirhugaðra skatta- og gjaldabreytinga t.d. auka kaupmátt hjóna með tvö börn um rúmar tvö þúsund krónur á mánuði, þvert á margt sem sagt hafi verið að undanförnu. Meðal annars vegna afnáms vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskattsins. „Í efra virðisaukaskattsþrepinu er fjölmargt sem fólk sækir sér út í dagvöruverslanir. Mætti ég nefna hreinlætisvörur, eldhúsrúllur, álpappír og bökunarpappír, hvað sem allt þetta er sem við setjum ekki ofan í okkur. Þetta er allt að lækka í verði með þessu og þannig hefur það áhrif til lækkunar á innkaupakörfunni,“ segir Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira