Búið að koma upp nýjum vef í stað Deildu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. október 2014 13:07 Nýr vefur er kominn í loftið í stað Deildu.net. vísir Búið er að koma upp nýju vefsvæðið í staðinn fyrir vefinn Deildu.net, eftir að úrskurðað var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að loka ætti fyrir aðgang viðskiptavina Vodafone og Hringdu að síðunni, auk þess sem fyrirtækin áttu að loka fyrir aðgang viðskiptavina sinna af sambærilegri síðu sem hýst er erlendis og kallast PirateBay. Þegar farið er inn á vef Deildu.net má sjá hlekk á nýja vefinn. Á nýju síðunni er notast við lén sem skráð er á lítilli eyju í Atlantshafinu, suður af Nýfundnalandi. Eyjan heitir Saint Pierre og Miquelon. Deildu.net hefur undanfarið verið stærsti vefurinn hér á landi þar sem boðið er upp á höfundavarið efni sem hægt er að hala niður án endurgjalds. SMÁÍS, samtök myndréttarhafa á Íslandi, og STEF, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, hafa barist fyrir því að síðunni verði lokað. Í kjölfar dómsins hafa margir tjáð sig um þá tilraun að loka fyrir aðgang að vefjunum tveimur. Þingflokksformaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, sagðist til dæmis ætla að deila tækniþekkingu sinni til almennings, því ýmsar hjáleiðir væri að finna á netinu. Í samtali við Vísi sagði hann jafnframt: „Menn halda kannski að þeir geti lokað fyrir höfundaréttabrot með því að loka fyrir aðgang að einstaka vefjum. Vandi þeirra er samt sem áður sá að það virkar ekki. Og það þýðir að það þarf sífellt að ganga lengra,“ og bætti við: „Nú verður lokað á þessa vefi. En það eru aðrir vefir með svipaðan tilgang og fjöldi þeirra hleypur á hundruðuðum jafnvel þúsundum. Á að loka þeim öllum? Og ef svarið er já, hvernig sjá menn fyrir sér að þeir ætla að hafa opið internet meðfram höfundarétti?“ Kristinn Pétursson, forstöðumaður sölu- og þjónustusviðs Hringdu sagði við Vísi í morgun: „Það er ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum en fjarskiptafyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á að viðskiptavinir þess eigi rétt á óhindruðum aðgangi að internetinu.“ Í samtali við Vísi í gær sagði Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF: „Við náum aldrei endanlegum sigri í baráttunni og við erum það skynsamt fólk að við gerum okkur grein fyrir því að það munu að öllum líkindum spretta upp nýjar síður. Það hefur samt sýnt sig erlendis að þegar farið hefur verið í sambærilegar aðgerðir að aðsókn inn á svona síður hefur dregist verulega saman. Það verður því aðeins erfiðara fyrir fólk að nálgast efnið og brotaviljinn því meiri.“ Tengdar fréttir Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 „Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26 „Ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum“ Hringdu mun ekki loka fyrir aðgengi viðskiptavina sinna að téðum síðum fyrr en formleg ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík liggur fyrir. 15. október 2014 09:48 Vodafone ekki lokað á síðurnar Í ljósi frétta af dómi héraðsdóms í máli STEF gegn Vodafone fyrr í dag hefur Vodafone sent frá sér yfirlýsingu. 14. október 2014 16:44 Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Búið er að koma upp nýju vefsvæðið í staðinn fyrir vefinn Deildu.net, eftir að úrskurðað var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að loka ætti fyrir aðgang viðskiptavina Vodafone og Hringdu að síðunni, auk þess sem fyrirtækin áttu að loka fyrir aðgang viðskiptavina sinna af sambærilegri síðu sem hýst er erlendis og kallast PirateBay. Þegar farið er inn á vef Deildu.net má sjá hlekk á nýja vefinn. Á nýju síðunni er notast við lén sem skráð er á lítilli eyju í Atlantshafinu, suður af Nýfundnalandi. Eyjan heitir Saint Pierre og Miquelon. Deildu.net hefur undanfarið verið stærsti vefurinn hér á landi þar sem boðið er upp á höfundavarið efni sem hægt er að hala niður án endurgjalds. SMÁÍS, samtök myndréttarhafa á Íslandi, og STEF, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, hafa barist fyrir því að síðunni verði lokað. Í kjölfar dómsins hafa margir tjáð sig um þá tilraun að loka fyrir aðgang að vefjunum tveimur. Þingflokksformaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, sagðist til dæmis ætla að deila tækniþekkingu sinni til almennings, því ýmsar hjáleiðir væri að finna á netinu. Í samtali við Vísi sagði hann jafnframt: „Menn halda kannski að þeir geti lokað fyrir höfundaréttabrot með því að loka fyrir aðgang að einstaka vefjum. Vandi þeirra er samt sem áður sá að það virkar ekki. Og það þýðir að það þarf sífellt að ganga lengra,“ og bætti við: „Nú verður lokað á þessa vefi. En það eru aðrir vefir með svipaðan tilgang og fjöldi þeirra hleypur á hundruðuðum jafnvel þúsundum. Á að loka þeim öllum? Og ef svarið er já, hvernig sjá menn fyrir sér að þeir ætla að hafa opið internet meðfram höfundarétti?“ Kristinn Pétursson, forstöðumaður sölu- og þjónustusviðs Hringdu sagði við Vísi í morgun: „Það er ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum en fjarskiptafyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á að viðskiptavinir þess eigi rétt á óhindruðum aðgangi að internetinu.“ Í samtali við Vísi í gær sagði Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF: „Við náum aldrei endanlegum sigri í baráttunni og við erum það skynsamt fólk að við gerum okkur grein fyrir því að það munu að öllum líkindum spretta upp nýjar síður. Það hefur samt sýnt sig erlendis að þegar farið hefur verið í sambærilegar aðgerðir að aðsókn inn á svona síður hefur dregist verulega saman. Það verður því aðeins erfiðara fyrir fólk að nálgast efnið og brotaviljinn því meiri.“
Tengdar fréttir Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 „Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26 „Ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum“ Hringdu mun ekki loka fyrir aðgengi viðskiptavina sinna að téðum síðum fyrr en formleg ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík liggur fyrir. 15. október 2014 09:48 Vodafone ekki lokað á síðurnar Í ljósi frétta af dómi héraðsdóms í máli STEF gegn Vodafone fyrr í dag hefur Vodafone sent frá sér yfirlýsingu. 14. október 2014 16:44 Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00
„Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26
„Ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum“ Hringdu mun ekki loka fyrir aðgengi viðskiptavina sinna að téðum síðum fyrr en formleg ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík liggur fyrir. 15. október 2014 09:48
Vodafone ekki lokað á síðurnar Í ljósi frétta af dómi héraðsdóms í máli STEF gegn Vodafone fyrr í dag hefur Vodafone sent frá sér yfirlýsingu. 14. október 2014 16:44
Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31