Yfirgengileg túristamynd vekur athygli Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2014 10:24 Hér spara menn sig hvergi -- allur pakkinn á einni mynd. Mynd af túristum í heitri laug, með eldgos í baksýn, yfir dansa norðurljós og kaldur á kantinum, hefur vakið mikla athygli. Það er ferðaskrifstofan Extreme Iceland sem birtir myndina á Facebooksíðu sinni og henni hefur verið deilt í vel á annað hundrað skipti. Þarna er vel í lagt, en Kári Björnsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir þetta til gamans gert og ekki sé dregin dul á að þarna sé um fölsun að ræða; ólíkum myndum er skeytt saman í myndvinnsluforritinu Photoshop. Laugin er á Hveravöllum, eldgosið í Holuhrauni norðan Vatnajökuls og myndin af norðurljósunum var tekin yfir Snæfellsnesi. Myndin er sem sagt of góð til að vera sönn. Spurður segir Kári að eldgosið í Holuhrauni hafi í fyrstu, þegar það byrjaði og komst í heimsfréttirnar, virkað þannig að töluvert var um afbókanir og allskyns póstar sem innihéldu fyrirspurnir um öryggi bárust. En, nú vill fólk bara koma og kíkja á þetta. Kári segist ekki geta sagt að þetta hafi virkað sem auglýsing fyrir Ísland, líkt og Eyjafjallajökull reyndist þegar upp var staðið. „Aðallega er þetta skemmtileg viðbót, að geta boðið uppá flugferðir yfir gosstöðvarnar,“ segir Kári. En hann greinir enga sérstaka aukningu í bókunum vegna gossins. Extreme Iceland annast ferðir til Íslands fyrir um 20 þúsund ferðamenn, sem er ekki mikið sé litið til þess að ferðamannafjöldi til Íslands í ár slagar hátt upp í milljónina. „Nei, 20 þúsund er lítill biti en kakan er rosalega stór. Gaman væri að ná milljóninni en það verður sennilega ekki fyrr en á næsta ári,“ segir Kári. Um stórar 20 ferðaskrifstofur eru á Íslandi. „Og svo eru hundruð lítilla ferðaskrifstofa starfandi. Það eru allir eitthvað að bauka. Hálfgert æði,“ segir Kári. Bárðarbunga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mynd af túristum í heitri laug, með eldgos í baksýn, yfir dansa norðurljós og kaldur á kantinum, hefur vakið mikla athygli. Það er ferðaskrifstofan Extreme Iceland sem birtir myndina á Facebooksíðu sinni og henni hefur verið deilt í vel á annað hundrað skipti. Þarna er vel í lagt, en Kári Björnsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir þetta til gamans gert og ekki sé dregin dul á að þarna sé um fölsun að ræða; ólíkum myndum er skeytt saman í myndvinnsluforritinu Photoshop. Laugin er á Hveravöllum, eldgosið í Holuhrauni norðan Vatnajökuls og myndin af norðurljósunum var tekin yfir Snæfellsnesi. Myndin er sem sagt of góð til að vera sönn. Spurður segir Kári að eldgosið í Holuhrauni hafi í fyrstu, þegar það byrjaði og komst í heimsfréttirnar, virkað þannig að töluvert var um afbókanir og allskyns póstar sem innihéldu fyrirspurnir um öryggi bárust. En, nú vill fólk bara koma og kíkja á þetta. Kári segist ekki geta sagt að þetta hafi virkað sem auglýsing fyrir Ísland, líkt og Eyjafjallajökull reyndist þegar upp var staðið. „Aðallega er þetta skemmtileg viðbót, að geta boðið uppá flugferðir yfir gosstöðvarnar,“ segir Kári. En hann greinir enga sérstaka aukningu í bókunum vegna gossins. Extreme Iceland annast ferðir til Íslands fyrir um 20 þúsund ferðamenn, sem er ekki mikið sé litið til þess að ferðamannafjöldi til Íslands í ár slagar hátt upp í milljónina. „Nei, 20 þúsund er lítill biti en kakan er rosalega stór. Gaman væri að ná milljóninni en það verður sennilega ekki fyrr en á næsta ári,“ segir Kári. Um stórar 20 ferðaskrifstofur eru á Íslandi. „Og svo eru hundruð lítilla ferðaskrifstofa starfandi. Það eru allir eitthvað að bauka. Hálfgert æði,“ segir Kári.
Bárðarbunga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira