Tíu leiðir til að láta fötin þín líta út eins og þau séu dýrari en þau eru Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2014 19:30 Það er ekki á allra færi að kaupa rándýra merkjavöru og þurfa að láta sér nægja að versla ódýran tískufatnað, skó og töskur.Blaðamenn tímaritsins Marie Claire bjóða lesendum upp á tíu ráð sem geta hjálpað við að láta föt, hæla og töskur líta út fyrir að vera dýrara en það er í raun og veru.1. Skiptið tölum út Eyðið nokkrum krónum í nýjar tölur og skiptið um tölur á kápum, jökkum eða jafvel skyrtum. Það er ótrúlegt hvað litlar tölur geta gert mikið fyrir klæðnað.2. Farið með fötin í hreinsun Ódýr föt líta mun betur út ef þau eru sett í hreinsun. Það fer líka mun betur með fötin og þau endast lengur.3. Fjarlægið óþarfa aukahluti Takið allt óþarfa glingur af töskum. Það gerir þær strax mun fágaðri og klassískari.4. Passið uppá hlutina ykkar Hugsið vel um skó, töskur og fatnað, þó þessir hlutir hafi ekki kostað ykkur mikið. Góð meðferð tryggir betra ástand flíkanna og þær endast mun lengur ef hugsað er vel um þær.5. Kaupið karlmannsföt Oft er betra efni í karlmannsfötum í ódýrari kantinum. Minni stærðir passa yfirleitt á konur og um að gera að kaupa klæðnað sem búinn er til fyrir karlmenn, sérstaklega ef sniðið er frekar hlutlaust.6. Farið til skósmiðs Látið skósmið lappa upp á skóna og látið fljótlega skipta um skósóla á ódýrum skóm, áður en þeir byrja að eyðast.7. Hafið allt í röð og reglu Hengið klæðnað upp á almennilegum herðatrjám, til dæmis úr við eða á herðatrjám sem eru bólstruð. Raðið skóm og töskum í fallega hillu þannig að þær fái sitt pláss.8. Farið til klæðskera Oft er hægt að breyta ódýrum fötum lítillega þannig að þær virki dýrari. En vissara er að láta klæðskera sjá um það.9. Skiptið um töskuólar Það getur verið tímafrekt að skipta um ólar á töskum en það borgar sig - sérstaklega þegar gömlu ólarnar eru farnar að veðrast.10. Fjarlægið verðmerkingar Stundum breytir það öllu að taka verðmiðann af ódýrri flík. Rífið hann í tætlur og hendið honum í ruslið svo þið þurfið aldrei að sjá hann aftur. Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Það er ekki á allra færi að kaupa rándýra merkjavöru og þurfa að láta sér nægja að versla ódýran tískufatnað, skó og töskur.Blaðamenn tímaritsins Marie Claire bjóða lesendum upp á tíu ráð sem geta hjálpað við að láta föt, hæla og töskur líta út fyrir að vera dýrara en það er í raun og veru.1. Skiptið tölum út Eyðið nokkrum krónum í nýjar tölur og skiptið um tölur á kápum, jökkum eða jafvel skyrtum. Það er ótrúlegt hvað litlar tölur geta gert mikið fyrir klæðnað.2. Farið með fötin í hreinsun Ódýr föt líta mun betur út ef þau eru sett í hreinsun. Það fer líka mun betur með fötin og þau endast lengur.3. Fjarlægið óþarfa aukahluti Takið allt óþarfa glingur af töskum. Það gerir þær strax mun fágaðri og klassískari.4. Passið uppá hlutina ykkar Hugsið vel um skó, töskur og fatnað, þó þessir hlutir hafi ekki kostað ykkur mikið. Góð meðferð tryggir betra ástand flíkanna og þær endast mun lengur ef hugsað er vel um þær.5. Kaupið karlmannsföt Oft er betra efni í karlmannsfötum í ódýrari kantinum. Minni stærðir passa yfirleitt á konur og um að gera að kaupa klæðnað sem búinn er til fyrir karlmenn, sérstaklega ef sniðið er frekar hlutlaust.6. Farið til skósmiðs Látið skósmið lappa upp á skóna og látið fljótlega skipta um skósóla á ódýrum skóm, áður en þeir byrja að eyðast.7. Hafið allt í röð og reglu Hengið klæðnað upp á almennilegum herðatrjám, til dæmis úr við eða á herðatrjám sem eru bólstruð. Raðið skóm og töskum í fallega hillu þannig að þær fái sitt pláss.8. Farið til klæðskera Oft er hægt að breyta ódýrum fötum lítillega þannig að þær virki dýrari. En vissara er að láta klæðskera sjá um það.9. Skiptið um töskuólar Það getur verið tímafrekt að skipta um ólar á töskum en það borgar sig - sérstaklega þegar gömlu ólarnar eru farnar að veðrast.10. Fjarlægið verðmerkingar Stundum breytir það öllu að taka verðmiðann af ódýrri flík. Rífið hann í tætlur og hendið honum í ruslið svo þið þurfið aldrei að sjá hann aftur.
Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira