Erlent

Kim Jong-un snýr aftur í sviðsljósið

Bjarki Ármannsson skrifar
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, kom í dag fram opinberlega í fyrsta sinn í rúman mánuð.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, kom í dag fram opinberlega í fyrsta sinn í rúman mánuð. Vísir/AFP
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, kom í dag fram opinberlega í fyrsta sinn í rúman mánuð. Þetta fullyrðir KCNA, ríkisfréttaveita landsins. Hvarf Jong-un úr sviðsljósinu hefur vakið mikla athygli en hann sást síðast þann 3. september.

BBC greinir frá. Hin opinbera skýring stjórnvalda á fjarveru 32 ára leiðtogans er sú að hann hafi glímt við persónuleg „óþægindi.“

Miðlar utan Norður-Kóreu segja hins vegar að hann hafi legið á sjúkrahúsi undanfarna daga vegna offitu. Teymi lækna hafi verið flutt inn frá Evrópu til að framkvæma aðgerð á ökklum hans, sem séu illa farnir og hafi jafnvel brotnað sökum þyngdar hans.


Tengdar fréttir

Kim Jong-Un of feitur

Ást hins 31 árs gamla Un á góðum mat og drykk hefur nú tekið sinn toll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×