Jasper Cillessen, markvörður Hollands, kom engum vörnum við frekar en í hin 22 skiptin sem hann hefur fengið á sig vítaspyrnu, en þær eru ekki hans sterkasta hlið.
Flestir muna eftir því á HM þegar Louis van Gaal tók Cillessen út af fyrir vítaspyrnukeppni gegn Kosta Ríka í átta liða úrslitum HM í sumar.
Hana unnu Hollendingar en þeir töpuðu svo þegar Cillessen stóð í markinu gegn Argentínu í undanúrslitum.
Michiel Jongsma, blaðamaður og tölfræðingur frá Hollandi, greinir frá þessum erfiðleikum Cillessen með vítaspyrnurnar á Twitter-síðu sinni í kvöld.
And 1-0 to Iceland. Penalty number 23 Cillessen has faced that goes in, still no stops for the Ajax man. (via @bartf)
— Michiel Jongsma (@JongsmaJongsma) October 13, 2014