Óttuðust að IS myndi sækja í .is Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2014 11:00 Vísir/AFP „Við höfum enga reynslu í þessu. Það er að segja að við höfum aldrei áður ljáð máls á því að loka síðum vegna innihalds og höfum alltaf bent á það kemur okkur ekki við,“ segir Jens Pétur Jensen framkvæmdastjóri og stjórnarmaður ISNIC. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun, ásamt Aðalheiði Ámundadóttur, en þau ræddu um heimasíðu Íslamska ríkisins sem lokað var í gær. „Við vorum jafn hissa á þessu og aðrir. Að Íslamska ríkið væri með lénið sitt undir .is. Það er reyndar eitthvað sem við höfum óttast vegna skammstöfunarinnar,“ segir Jens. Stjórnarmenn ISNIC ræddu málið í gær og Jens segir að reglur séu til um að þeir sem skráðir séu fyrir .is léni, þurfi að fara eftir íslenskum lögum. Lögfræðingur ISNIC bennti á lagagreinar sem kveða á um að hvers konar aðstoð við hryðjuverkastarfsemi varði við lög. „Þá var eftirleikurinn nokkuð einfaldur,“ segir Jens. Hann veltir þó fyrir sér hvaða bolti fari af stað eftir þessa ákvörðun. „Verður símanúmer ISNIC það fyrsta sem hringt er í ef það á að rífa eitthvað niður á netinu? Það mun aldrei verða á meðan ég er þarna.“ Hann segist engin viðbrögð hafa fengið frá aðstandendum síðunnar. Þá hafi ekki fengist viðbrögð við pósti sem reynt var að koma til þeirra. Fyrir síðunni er skráð símanúmer í Bretlandi sem ekki var svarað í og heimilsfang á vegasjoppu í Nýja Sjálandi. Aðalheiður segir þetta tilvik vera erfitt. „Þeir eru ekki öfundsverðir hjá ISNIC að hafa fengið þetta í fangið.“ Hún lítur þó ekki svo á að lokun ISNIC á síðunni hafi ekki verið ritskoðun. „Vegna þess að við erum ekki að skoða efni á netinu sjálfvirkt til að athuga hvort það þurfi að taka eitthvað niður. Heldur kemur þetta tilvik upp. Einhver uppgötvar að þessi síða er með þessu léni og þá förum við að velta fyrir okkur hvort þessi síða sé með einhverju ólöglegu efni,“ segir Aðalheiður. Hún sagði þó að nauðsynlegt væri að spyrja, hvers konar fordæmi verið væri að setja? „Á að ritskoða og hver á þá að ritskoða? Ég vona innilega að förum ekki að stíga inn á þá braut,“ segir Aðalheiður. „Varðandi þessa síðu og í þessu samhengi þurfum við að þora að taka umræðuna um hatursáróður. Okkur finnst kannski ógeðslegir hlutir á þessari síðu, en við þurfum samt að velta fyrir okkur hvort við eigum að banna það sem okkur finnst ógeðslegt? Eigum við að banna hatur?“ Hægt er að skoða ýmsar tölfræði upplýsingar um íslensk lén á heimasíðu ISNIC. Um einn þriðji eigenda léna eru búsettir erlendis. Tengdar fréttir ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 „Ef Guð leyfir, mun þessi vefsíða snúa fljótt aftur“ Samtökin Íslamskt ríki boða endurkomu fréttasíðunnar khilafah.is sem lokað var fyrir í kvöld. 11. október 2014 23:16 Birgitta: Síðan kemur okkur ekki við ef hún er ekki hýst á Íslandi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og kafteinn Pírata, benti á tilvist síðunnar khilafah.is á Twitter í morgun. Hún segir siðferðislegar spurningar um frjálst net vakna í svona máli. 11. október 2014 18:34 Íslenska IS-síðan komin aftur í gang Khilafah.is, fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, er aftur orðin nothæf þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir hana í gær. 12. október 2014 09:30 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
„Við höfum enga reynslu í þessu. Það er að segja að við höfum aldrei áður ljáð máls á því að loka síðum vegna innihalds og höfum alltaf bent á það kemur okkur ekki við,“ segir Jens Pétur Jensen framkvæmdastjóri og stjórnarmaður ISNIC. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun, ásamt Aðalheiði Ámundadóttur, en þau ræddu um heimasíðu Íslamska ríkisins sem lokað var í gær. „Við vorum jafn hissa á þessu og aðrir. Að Íslamska ríkið væri með lénið sitt undir .is. Það er reyndar eitthvað sem við höfum óttast vegna skammstöfunarinnar,“ segir Jens. Stjórnarmenn ISNIC ræddu málið í gær og Jens segir að reglur séu til um að þeir sem skráðir séu fyrir .is léni, þurfi að fara eftir íslenskum lögum. Lögfræðingur ISNIC bennti á lagagreinar sem kveða á um að hvers konar aðstoð við hryðjuverkastarfsemi varði við lög. „Þá var eftirleikurinn nokkuð einfaldur,“ segir Jens. Hann veltir þó fyrir sér hvaða bolti fari af stað eftir þessa ákvörðun. „Verður símanúmer ISNIC það fyrsta sem hringt er í ef það á að rífa eitthvað niður á netinu? Það mun aldrei verða á meðan ég er þarna.“ Hann segist engin viðbrögð hafa fengið frá aðstandendum síðunnar. Þá hafi ekki fengist viðbrögð við pósti sem reynt var að koma til þeirra. Fyrir síðunni er skráð símanúmer í Bretlandi sem ekki var svarað í og heimilsfang á vegasjoppu í Nýja Sjálandi. Aðalheiður segir þetta tilvik vera erfitt. „Þeir eru ekki öfundsverðir hjá ISNIC að hafa fengið þetta í fangið.“ Hún lítur þó ekki svo á að lokun ISNIC á síðunni hafi ekki verið ritskoðun. „Vegna þess að við erum ekki að skoða efni á netinu sjálfvirkt til að athuga hvort það þurfi að taka eitthvað niður. Heldur kemur þetta tilvik upp. Einhver uppgötvar að þessi síða er með þessu léni og þá förum við að velta fyrir okkur hvort þessi síða sé með einhverju ólöglegu efni,“ segir Aðalheiður. Hún sagði þó að nauðsynlegt væri að spyrja, hvers konar fordæmi verið væri að setja? „Á að ritskoða og hver á þá að ritskoða? Ég vona innilega að förum ekki að stíga inn á þá braut,“ segir Aðalheiður. „Varðandi þessa síðu og í þessu samhengi þurfum við að þora að taka umræðuna um hatursáróður. Okkur finnst kannski ógeðslegir hlutir á þessari síðu, en við þurfum samt að velta fyrir okkur hvort við eigum að banna það sem okkur finnst ógeðslegt? Eigum við að banna hatur?“ Hægt er að skoða ýmsar tölfræði upplýsingar um íslensk lén á heimasíðu ISNIC. Um einn þriðji eigenda léna eru búsettir erlendis.
Tengdar fréttir ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 „Ef Guð leyfir, mun þessi vefsíða snúa fljótt aftur“ Samtökin Íslamskt ríki boða endurkomu fréttasíðunnar khilafah.is sem lokað var fyrir í kvöld. 11. október 2014 23:16 Birgitta: Síðan kemur okkur ekki við ef hún er ekki hýst á Íslandi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og kafteinn Pírata, benti á tilvist síðunnar khilafah.is á Twitter í morgun. Hún segir siðferðislegar spurningar um frjálst net vakna í svona máli. 11. október 2014 18:34 Íslenska IS-síðan komin aftur í gang Khilafah.is, fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, er aftur orðin nothæf þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir hana í gær. 12. október 2014 09:30 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47
„Ef Guð leyfir, mun þessi vefsíða snúa fljótt aftur“ Samtökin Íslamskt ríki boða endurkomu fréttasíðunnar khilafah.is sem lokað var fyrir í kvöld. 11. október 2014 23:16
Birgitta: Síðan kemur okkur ekki við ef hún er ekki hýst á Íslandi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og kafteinn Pírata, benti á tilvist síðunnar khilafah.is á Twitter í morgun. Hún segir siðferðislegar spurningar um frjálst net vakna í svona máli. 11. október 2014 18:34
Íslenska IS-síðan komin aftur í gang Khilafah.is, fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, er aftur orðin nothæf þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir hana í gær. 12. október 2014 09:30
Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16