Fótbolti

Gylfi: Meiri fagmennska hjá KSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
„Það hafa orðið miklar breytingar á landsliðinu á síðustu 2-3 árum. Nýtt þjálfarateymi kom inn og ungu strákarnir hafa vaxið, sérstaklega eftir síðustu undankeppni. Við höfum þroskast mikið og setjum pressu á okkur sjálfir,“ sagði landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson aðspurður, í viðtali við Arnar Björnsson, hvað hefði breyst hjá íslenska landsliðinu sem hefur farið frábærlega af stað í undankeppni EM 2016.

„Við viljum vinna hvern einasta leik og ég held að blandan hjá Heimi (Hallgrímssyni) og Lars (Lagerbäck) hafi hjálpað okkur, sérstaklega reynslan hjá Lars.

„Svo hafa orðið breytingar hjá KSÍ. Þeir eru meira „professional“ í öllu sem þeir gera, og gera allt auðveldara fyrir okkur strákana, þannig að við þurfum bara að hafa áhyggjur af því að spila fótbolta,“ sagði Gylfi ennfremur.

Þorgrímur Þráinsson, sem situr í landsliðsnefnd KSÍ, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Gylfi yrði líklega með gegn Hollendingum í þriðja leik riðilsins í kvöld. Gylfi fékk högg á ökklann í 0-3 sigrinum gegn Lettlandi í Ríga á föstudagskvöldið, en flest bendir til þess að hann hafi jafnað sig á þeim meiðslum.

Viðtalið við Gylfa má sjá í heild sinni i spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Gylfi: Vildi klára leikinn

Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks.

Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni

Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun.

Gylfi í hoppæfingum á Hilton

Þorgrímur Þráinsson segir að útlitið með Gylfa Þór Sigurðsson fyrir leikinn í kvöld sé gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×