Fótbolti

Sólin bjargar grasinu á Laugardalsvelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hollensku stjörnunar æfðu á Laugardalsvellinum í gær.
Hollensku stjörnunar æfðu á Laugardalsvellinum í gær. Vísir/Vilhelm
Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki áhyggjur af vellinum fyrir leikinn mikilvæga gegn Hollandi í kvöld.

Það hefur verið kalt að undanförnu en Kristinn segir að það hafi engu að síður ekki verið frost í jarðveginum í Laugardalnum í morgun.

„Grasið sjálft er bara hélað. Nú var sólin að komast yfir austurstúkuna og mér skilst að hitinn fari upp í 5-6 gráður í dag. Sólin reddar okkur í dag og þetta verður farið seinni partinn,“ sagði Kristinn.

„Samkvæmt veðurspám á að frysta upp úr klukkan átta í kvöld. Það er því aðallega leikmenn og áhorfendur sem þurfa að takast á við kuldann. Ég hef ekki áhyggjur af vellinum,“ bætti hann við.

U-21 lið Íslands leikur gegn Danmörku síðdegis á morgun og það er því nóg að gera hjá vallarstarfsmönnum KSÍ. „Þetta er bara skemmtilegt. Maður er orðinn vanur þessu,“ sagði Kristinn.


Tengdar fréttir

Hollendingum var svolítið kalt í Dalnum í kvöld - myndir

Hollenska landsliðið æfði á Laugardalsvellinum í kvöld en framundan er leikur á móti sjóðheitu íslensku landsliði á sama stað klukkan 18.45 annað kvöld. Íslenska landsliðið getur náð sex stiga forskoti á Holland með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×