Það er mikil spenna í kringum hollenska landsliðið í fótbolta sem er komið til Íslands til að spila við íslenska landsliðið á Laugardalsvellinum á morgun. Liðið hefur ekki verið sannfærandi í fyrstu leikjum sínum undir stjórn þjálfarans Guus Hiddink sem tók við liðinu í sumar af Louis Van Gaal.
Yfir 30 hollenskir blaðamenn eru mættir til Íslands og þeir voru samankomnir í kvöld á blaðamannafundi hollenska liðsins.
Stór hluti blaðamannafundar Guus Hiddink í kvöld fór hinsvegar í að ræða deilur framherjanna Robin van Persie og Klaas Jan Huntelaar eftir leikinn við Kasaktsan síðasta föstudag.
Hollenska landsliðið er með þrjú stig af sex mögulegum eftir að hafa komið til baka á heimavelli á móti Kasaktsan í síðasta leik.
Robin van Persie (48 mörk) og Klaas Jan Huntelaar (36 mörk) eru tveir markahæstu leikmenn hollenska liðsins og skoruðu báðir gegn Kasakstan. Þeir byrjar hinsvegar nánast aldrei saman inná vellinum.
Deilur Van Persie og Huntelaar í aðalhlutverki á blaðamannafundi Hiddink
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn

Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


