ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Stefán Árni Pálsson og Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. október 2014 13:12 Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC. Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. Hryðjuverkasamtök Íslamska ríkisins hafa verið í öllum helstu fjölmiðlum heims síðustu mánuði vegna ofbeldis og þjóðernishreinsanna í Írak og Sýrlandi. Ný vefsíða samstakanna, khilafah.is sem skráð var á Íslandi í september 2014, er hýst í Þýskalandi en er með íslensk lén og endar því á .is líkt og fjölmargar íslenskar vefsíður. Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata, bendir á þetta á Twitter í morgun. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, segir að það komi sér ekki á óvart að samtökin séu búin að útvega sé íslenskt lén. „Lénið er skráð 14. september og maðurinn sem skráður er fyrir síðunni segist vera búsettur í Nýja-Sjálandi,“ segir Jens Pétur. „Staðan er þessi að við erum með lén sem er skráð undir .is hjá ISNIC og rétthafinn samkvæmt skráningunni býr Nýja-Sjálandi og nafnaþjónarnir sem hýsa lénið eru staðsettur í Hamburg í Þýskalandi.“ Jens Pétur segir ISNIC lítið annað geta gert en að fylgja því eftir hvort að skráning síðunnar sé rétt. „Í raun og veru getur hver sem er verið með .is lén og þannig hefur það alltaf verið. Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir það. Það er voðalega erfitt fyrir ISNIC að svara því hvort hægt sé að gera eitthvað í málinu og hvað sem sé svosem aðgengilegt á þessari vefsíðu kemur ISNIC ekkert við.“ Jens segir einu leiðinni til að taka lénið niður væri ef skráandinn hefði gefið upp falskar upplýsingar. „Þá gætum við krafið hann um að leiðrétta þær og ef hann myndi ekki gera það gætum við lokað léninu vegna rangrar skráningar. Ef ISNIC fær úrskurð frá íslenskum dómsstólum þá að sjálfsögðu verðum við við því. Það þýðir aftur á móti ekki að vefsíðan sé horfin af internetinu.“ „Það er borðleggjandi að þessi ending vekur áhuga þeirra og þá nafnsins vegna. Ég held að þetta hljóti að teljast óheppilegt fyrir okkur Íslendinga.“Is the #ISIS new media website hosted in #Iceland or is it just .is nic aka domain hosting in #Iceland? http://t.co/bzJX56Qqab @smarimc— Birgitta Jónsdóttir (@birgittaj) October 11, 2014 Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. Hryðjuverkasamtök Íslamska ríkisins hafa verið í öllum helstu fjölmiðlum heims síðustu mánuði vegna ofbeldis og þjóðernishreinsanna í Írak og Sýrlandi. Ný vefsíða samstakanna, khilafah.is sem skráð var á Íslandi í september 2014, er hýst í Þýskalandi en er með íslensk lén og endar því á .is líkt og fjölmargar íslenskar vefsíður. Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata, bendir á þetta á Twitter í morgun. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, segir að það komi sér ekki á óvart að samtökin séu búin að útvega sé íslenskt lén. „Lénið er skráð 14. september og maðurinn sem skráður er fyrir síðunni segist vera búsettur í Nýja-Sjálandi,“ segir Jens Pétur. „Staðan er þessi að við erum með lén sem er skráð undir .is hjá ISNIC og rétthafinn samkvæmt skráningunni býr Nýja-Sjálandi og nafnaþjónarnir sem hýsa lénið eru staðsettur í Hamburg í Þýskalandi.“ Jens Pétur segir ISNIC lítið annað geta gert en að fylgja því eftir hvort að skráning síðunnar sé rétt. „Í raun og veru getur hver sem er verið með .is lén og þannig hefur það alltaf verið. Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir það. Það er voðalega erfitt fyrir ISNIC að svara því hvort hægt sé að gera eitthvað í málinu og hvað sem sé svosem aðgengilegt á þessari vefsíðu kemur ISNIC ekkert við.“ Jens segir einu leiðinni til að taka lénið niður væri ef skráandinn hefði gefið upp falskar upplýsingar. „Þá gætum við krafið hann um að leiðrétta þær og ef hann myndi ekki gera það gætum við lokað léninu vegna rangrar skráningar. Ef ISNIC fær úrskurð frá íslenskum dómsstólum þá að sjálfsögðu verðum við við því. Það þýðir aftur á móti ekki að vefsíðan sé horfin af internetinu.“ „Það er borðleggjandi að þessi ending vekur áhuga þeirra og þá nafnsins vegna. Ég held að þetta hljóti að teljast óheppilegt fyrir okkur Íslendinga.“Is the #ISIS new media website hosted in #Iceland or is it just .is nic aka domain hosting in #Iceland? http://t.co/bzJX56Qqab @smarimc— Birgitta Jónsdóttir (@birgittaj) October 11, 2014
Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira