Stony: „Netið er klikkað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2014 10:57 Stony ásamt Telmu Eir Aðalsteinsdóttur, verkefnastjóra Já og einum af skipuleggjendum ráðstefnunnar Sko. mynd/aðsend Á ráðstefnunni Sko, sem haldin var í Hörpu á fimmtudag, var sýnt nýtt heimildarmyndband þar sem Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, rekur hvernig netið skaut honum upp á stjörnuhimin á örskömmum tíma og kom honum í samband við alþjóðleg fyrirtæki og stórstjörnur. Um 400 manns sóttu ráðstefnuna sem fjallaði um markaðsmál á netinu og hvernig íslensk fyrirtæki geti nýtt netið betur í markaðsstarfi sínu. Það voru fyrirtækin Já og Góð samskipti sem stóðu að Sko. Stony var viðstaddur ráðstefnuna og hlaut dynjandi lófaklapp ráðstefnugesta eftir sýningu myndbandsins sem framkallaði gæsahúð margra viðstaddra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Í heimildarmyndbandinu segir Þorsteinn Sindri Baldvinsson frá því hvernig hann lærði að nota samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og YouTube, til að koma sér á framfæri. Hann deildi myndböndum af sér vera að tromma en sá fljótlega að hann yrði að gera eitthvað öðruvísi til þess að skera sig úr öðrum áþekkum myndböndum á netinu. Allt breyttist þegar hann gerði sína eigin útgáfu af þekktu lagi Macklemore, Can‘t Hold Us, þar sem hann notaði m.a. bílhurð, glös og örbylgjuofn til að búa til hljóðin og myndbandið sló í gegn. Stony lýsti því svo hvernig honum leið þegar hann fékk skilaboð nokkrum dögum síðar frá sjónvarpsmanninum Ryan Seacrest og var flogið út með dags fyrirvara á fund með forsvarsmönnum Pepsi í New York þar sem myndbandið hans var leikið upp á stórum skjá. Eins og allir vita lék Stony síðan í auglýsingu fyrir Pepsi með fremstu fótboltamönnum heims. Allt vegna myndbands sem hann gerði á tveimur klukkustundum heima á Akureyri. Stony lauk máli sínu á að segja að þetta sýndi einfaldlega hvað „netið er klikkað“. Þó að Stony hafi verið yngstur fyrirlesara á ráðstefnunni þá virtust menn á því að þessi orð ættu vel við og vitnuðu nokkrir fyrirlesaranna í orð Stony, um hvað netið væri nú einmitt dálítið klikkað. Aðrir sem tóku til máls á ráðstefnunni voru Pollyanna Vincent, stjórnandi hjá TripAdvisor, Arnt Eriksen, stofnandi Rethink, Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, Andrés Jónsson almannatengill og Magnús Hafliðason, rekstrarstjóri Domino‘s í Noregi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Á ráðstefnunni Sko, sem haldin var í Hörpu á fimmtudag, var sýnt nýtt heimildarmyndband þar sem Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, rekur hvernig netið skaut honum upp á stjörnuhimin á örskömmum tíma og kom honum í samband við alþjóðleg fyrirtæki og stórstjörnur. Um 400 manns sóttu ráðstefnuna sem fjallaði um markaðsmál á netinu og hvernig íslensk fyrirtæki geti nýtt netið betur í markaðsstarfi sínu. Það voru fyrirtækin Já og Góð samskipti sem stóðu að Sko. Stony var viðstaddur ráðstefnuna og hlaut dynjandi lófaklapp ráðstefnugesta eftir sýningu myndbandsins sem framkallaði gæsahúð margra viðstaddra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Í heimildarmyndbandinu segir Þorsteinn Sindri Baldvinsson frá því hvernig hann lærði að nota samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og YouTube, til að koma sér á framfæri. Hann deildi myndböndum af sér vera að tromma en sá fljótlega að hann yrði að gera eitthvað öðruvísi til þess að skera sig úr öðrum áþekkum myndböndum á netinu. Allt breyttist þegar hann gerði sína eigin útgáfu af þekktu lagi Macklemore, Can‘t Hold Us, þar sem hann notaði m.a. bílhurð, glös og örbylgjuofn til að búa til hljóðin og myndbandið sló í gegn. Stony lýsti því svo hvernig honum leið þegar hann fékk skilaboð nokkrum dögum síðar frá sjónvarpsmanninum Ryan Seacrest og var flogið út með dags fyrirvara á fund með forsvarsmönnum Pepsi í New York þar sem myndbandið hans var leikið upp á stórum skjá. Eins og allir vita lék Stony síðan í auglýsingu fyrir Pepsi með fremstu fótboltamönnum heims. Allt vegna myndbands sem hann gerði á tveimur klukkustundum heima á Akureyri. Stony lauk máli sínu á að segja að þetta sýndi einfaldlega hvað „netið er klikkað“. Þó að Stony hafi verið yngstur fyrirlesara á ráðstefnunni þá virtust menn á því að þessi orð ættu vel við og vitnuðu nokkrir fyrirlesaranna í orð Stony, um hvað netið væri nú einmitt dálítið klikkað. Aðrir sem tóku til máls á ráðstefnunni voru Pollyanna Vincent, stjórnandi hjá TripAdvisor, Arnt Eriksen, stofnandi Rethink, Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, Andrés Jónsson almannatengill og Magnús Hafliðason, rekstrarstjóri Domino‘s í Noregi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira