Við lendingu í Dóminíska lýðveldinu beið hans allt tiltækt lið. Hann tilkynnti því að um hafi verið að ræða grín af hans hálfu, hann hefði aldrei farið til Afríku og engar líkur væru á að hann væri smitaður af veirunni. Saga hans var ekki metin trúverðug og var maðurinn fluttur á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst ýmsar rannsóknir sem í kjölfarið leiddu í ljós að hann væri fullkomlega heilbrigður.

Flugmálayfirvöld í Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu segja manninn ekki vera í jafnvægi og hafa gert þetta fyrir athyglina eina.
Myndbandið má sjá hér að neðan.