Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 100-91 | Tyson-Thomas sá um Valskonur Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 29. október 2014 18:53 Vísir/Vilhelm Keflavík fagnaði sínum fjórða sigri í Domino's deild kvenna eftir að hafa lagt Val að velli á heimavelli sínum í kvöld, 100-91. Jafnræði var með liðunum lengst af og framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit. Þar reyndust heimakonur sterkari, en mestu munaði um frammistöðu Carmen Tyson-Thomas sem skoraði 41 stig og tók 17 fráköst í liði Keflavíkur. Hvort sem ferðin til Keflavíkur sat í Valsliðinu eða ekki, þá voru gestirnir sofandi í byrjun leiks. Vörnin var lek og Keflavík náði mest átta stiga forystu. Valskonur hristu þó fljótlega af sér slenið og komust betur inn í leikinn og þá sérstaklega Joanna Harden sem var öflug í fyrri hálfleik og skoraði 19 stig. Fanney Lind Guðmundsdóttir kom næst með 11 stig og þá skoraði Ragna Margrét Brynjarsdóttir sex stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Staðan var 22-24, Val í vil eftir fyrsta leikhluta, en Keflavíkurkonur unnu annan leikhluta með þremur stigum og leiddu í hálfleik, 45-44. Þær urðu þó fyrir miklu áfalli undir lok hálfleiksins þegar Tyson-Thomas fékk sína fjórðu villu. Hún skilaði sínu þegar hún var inni á vellinum, en hún skoraði 17 stig í fyrri hálfleik og tók níu fráköst, þar af sjö sóknarfráköst. Marín Laufey Davíðsdóttir spilaði einnig vel í fyrri hálfleik, skoraði 10 stig og tók sex fráköst. Tyson-Thomas byrjaði seinni hálfleikinn á bekknum og það nýttu gestirnir sér, spiluðu stífa vörn og á hinum enda vallarins hélt Harden áfram að valda Keflavíkurkonum vandræðum. Valur náði mest sjö stiga forystu, 49-56, en þá var Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkur, nóg boðið, tók leikhlé og í framhaldinu skoruðu heimakonur sex stig í röð. Þær fundu leiðina framhjá pressuvörn Vals og höfðu auk þess gríðarlega yfirburði undir körfunni, en heimakonur tóku hvorki fleiri né færri en 30 sóknarfráköst í leiknum og tóku í heildina 62 fráköst gegn 41 hjá Val. Tyson-Thomas kom inn á í byrjun fjórða leikhluta eftir að hafa vermt bekkinn allan þann þriðja. Hún skoraði fyrstu sex stig lokaleikhlutans og kom Keflavík yfir, 67-65. Heimakonur voru með góð á leiknum, hirtu hvert sóknarfrákastið á fætur öðru og voru duglegar að koma sér á vítalínuna. Á þessum tíma var Harden varla með lífsmarki, en . Liðsfélögum hennar tókst hins vegar jafna leikinn, fyrst í 77-77 og svo 79-79. Og í stöðunni 87-84 fyrir Keflavík vaknaði Harden aftur til lífsins, skoraði eftir hraðaupphlaup og kom Val síðan tveimur stigum yfir, 87-89, með þriggja stiga körfu. Tyson-Thomas jafnaði metin fyrir Keflavík þegar 15 sekúndur voru eftir, Valskonur fóru í sókn og Guðbjörg Sverrisdóttir fékk galopið þriggja stiga skot í þann mund sem leiktíminn rann út. Því þurfti að framlengja. Í framlengingunni var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Tyson-Thomas hélt áfram að fara á kostum og þá skoraði Birna Valgarðsdóttir fimm stig í framlengingunni sem Keflavík vann 11-2 og leikinn í heild, 100-91. Tyson-Thomas átti magnaðan leik, skoraði 41 stig og tók 17 fráköst, þrátt fyrir að spila ekkert í þriðja leikhluta eins og áður sagði. Sara Rún Hinriksdóttir átti einnig fínan leik og skilaði 16 stigum og 12 fráköstum. Hinum megin var Harden stigahæst með 36 stig, en hún var hins vegar týnd á löngum köflum í seinni hálfleik. Ragna Margrét stóð fyrir sínu, en hún skoraði 14 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar.Sigurður: Erfitt að biðja um meira Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sigurinn á Val í kvöld, en sagði þó að sínar stúlkur hefðu getað spilað betur. „Þetta var hörkuleikur, mikið skorað og mikið fjör, en heilt yfir var ég ekkert sérstaklega sáttur með leik okkar liðs. „Ég hefði viljað fá meira. Við tókum hins vegar 30 sóknarfráköst og 62 fráköst í heildina og mínar stúlkur voru grimmar - þú getur ekki beðið um mikið meira. „En það er ýmislegt sem við getum gert betur,“ sagði Sigurður sem var að vonum ánægður með frammistöðu Carmen Tyson-Thomas sem skoraði 41 stig og tók 17 fráköst. „Hún spilaði frábærlega í dag og það er erfitt að biðja um meira. Þetta var langlangbesti leikurinn hennar síðan hún kom til okkar. „Hún hefur ekki verið neitt þessu lík áður,“ sagði Sigurður að lokum, en eftir sigurinn eru Keflavíkurkonur með átta stig, eftir fjóra sigurleiki og eitt tap.Ágúst:Þær fengu alltof mörg auka skot Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, sagði sóknarfráköst Keflavíkur hafa ráðið úrslitum í leik liðanna í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Heimakonur fóru með sigur af hólmi 100-91, en þær tóku alls 30 sóknarfráköst í leiknum. „Einfaldlega svarið er að fráköstin fóru með okkur í kvöld. Þær taka 30 sóknarfráköst á meðan við tökum 22 varnarfráköst. Þær klikkuðu úr 30 skotum sem þær náðu að kvitta út með því að taka sóknarfráköst. Það er alltof mikið, þær fengu alltof mörg auka skot,“ sagði Ágúst, en hvernig fannst honum leikurinn í heild? „Þetta var fínn körfuboltaleikur. Fyrir þá sem voru að horfa á held ég að þetta hafi verið skemmtilegur leikur og ágætlega spilaður, sérstaklega sóknarlega. En bæði lið geta gert töluvert betur varnarlega.“ Carmen Tyson-Thomas, leikmaður Keflavíkur, lenti í villuvandræðum undir lok fyrri hálfleiks og sat af þeim sökum á bekknum allan þriðja leikhluta. Ágúst var sammála því að hans stúlkur hefðu ekki nýtt sér fjarveru hennar nógu vel. „Auðvitað hefðum við átt að nýta okkur það betur, og við gerðum það ágætlega framan af. Það er oft hættulegt þegar svona góður leikmaður eins og hún er fer út af, þá kemur maður í manns stað og þær þjöppuðu sér vel saman og leystu það vel. „Við hefðum þurft að passa betur upp á boltann á þeim tímapunkti í leiknum, en við töpuðum boltanum sjö sinnum í þriðja leikhluta sem var of mikið,“ sagði Ágúst að lokum.Leik lokið | 100-91 | Níu stiga sigur Keflavíkur staðreynd eftir framlengdan leik hér í TM-höllinni.45. mín | 100-91 | Birna Valgarðsdóttir klárar leikinn með þristi. Hún er komin með fimm stig í framlengingunni.44. mín | 97-91 | Tyson-Thomas kemur Keflavík sex stigum yfir. Valskonur hafa fengið fín skot í framlengingunni sem hafa ekki farið niður.42. mín | 93-89 | Tyson-Thomas nennir ekki að tapa þessum leik. Hún er búin að skora öll fjögur stig framlengingarinnar.Venjulegum leiktíma lokið | 89-89 | Við förum í framlengingu. Guðbjörg fékk galopið þriggja stiga skot, en það geigaði.40. mín | 89-89 | Þrjár sekúndur eftir. Heimakonur brutu tvisvar og töfðu þar með sóknaraðgerðir Vals. Ágúst tekur leikhlé.40. mín | 89-89 | Tyson-Thomas jafnar leikinn með flottri körfu. 15 sekúndur eftir. Valur á boltann. Nú þarf Keflavíkurvörnin að halda.40. mín | 87-89 | Og bætir þristi við. Valur leiðir með tveimur stigum. 25 sekúndur eftir. Keflavík á boltann.40. mín | 87-86 | Harden skorar sín fyrstu stig í fjórða leikhluta.38. mín | 83-79 | Fjögur stig frá Tyson-Thomas í röð. Harden er ekki með lífsmarki hinum megin.37. mín | 79-77 | Guðbjörg Sverrisdóttir setur niður þrist en Tyson-Thomas svarar með tveimur stigum af vítalínunni.36. mín | 75-74 | Ragnheiður skorar eftir sóknarfrákast og minnkar muninn í eitt stig. Hún er komin með þrjár villur, líkt og Ragna Margrét og Fanney Lind í liði Vals.35. mín |74-70 | Keflavík er góð tök á leiknum þessa stundina. Heimakonur eru duglegar að keyra á körfuna og hafa mikla yfirburði í frákastabaráttunni.32. mín | 67-65 | Tyson-Thomas kemur hin ferskasta inn á og skorar fjögur fyrstu stig leikhlutans. Valskonur eru í miklum vandræðum í sókninni þessa stundina.Þriðja leikhluta lokið | 63-65 | Margrét Ósk Einarsdóttir klárar þriðja leikhlutann með þristi, en þetta eru hennar fyrstu stig í kvöld. Tyson-Thomas sat á bekknum allan þriðja leikhluta, en hún kemur væntanlega inn á strax í byrjun þess fjórða.29. mín | 60-60 | Harden setur niður tvö vítaskot og kemur Valskonum yfir á nýjan leik, en Sara Rún jafnar eftir enn eitt sóknarfrákastið hjá Keflavík. Þau eru alls 21.28. mín | 55-58 | Ragna Margrét skorar langþráð stig fyrir Val, en Hallveig Jónsdóttir jafnar leikinn með þristi. Keflavík er með mikla yfirburði í frákastabaráttunni, 40-26.26. mín | 55-56 | Sex stig í röð frá Keflavík. Leikhléið sem Sigurður tók áðan hefur borið árangur. Heldur betur.25. mín | 49-56 | Ragnheiður Benónís skorar og Harden fylgir því eftir með þristi. Hún er komin með 27 stig. Sjö stiga munur.23. mín | 45-48 | Valskonur hafa séð um stigaskorun það sem af er seinni hálfleiks.Seinni hálfleikur hafinn | 45-44 | Sjáum hvað gerist á næstu 20 mínútunum. Tyson-Thomas byrjar seinni hálfleikinn á bekknum, enda með fjórar villur á bakinu.Fyrri hálfleik lokið | 45-44 | Keflavík leiðir með einu stigi eftir jafnan fyrri hálfleik. Vondu fréttirnir fyrir heimakonur eru hins vegar þær að Carmen Tyson-Thomas er komin með fjórar villur. Hún er atkvæðamest í liði Keflavíkur með 17 stig og níu fráköst. Marín Laufey kemur næst með 10 stig og sex fráköst. Hinum megin er Harden komin með 19 stig og Fanney Lind 11.20. mín | 45-44 | Tyson-Thomas er komin með fjórar villur. Ekki góðar fréttir fyrir Keflavík.19. mín | 45-42 | Sara Rún setur niður vítaskot og kemur Keflavík þremur stigum yfir. Fínn kafla hjá heimakonum.17. mín | 38-40 | Fanney Lind setur niður tvö vítaskot. Hún er komin með níu stig, en Harden er stigahæst hjá Val með 17 stig.16. mín | 35-36 | Keflavík tekur leikhlé. Gestirnir leiða með einu stigi, en Valskonur eru með betri skotnýtingu og hafa aðeins tapað þremur boltum, gegn fimm hjá Keflavík. Tyson-Thomas er utan vallar hjá Keflavík, en hún er komin með tvær villur.14. mín | 35-32 | Marín Laufey Davíðsdóttir kemur Keflavík þremur stigum yfir með þriggja stiga körfu. Hún er komin með átta stig og fjögur fráköst.13. mín | 27-30 | Harden neglir niður þrist eftir langa Valssókn, þar sem þær tóku hvert sóknarfrákastið á fætur öðru.12. mín | 26-27 | Það gleymdist að nefna það áðan að Kristrún Sigurjónsdóttir leikur ekki með Val í kvöld, væntanlega vegna meiðsla.Fyrsta leikhluta lokið | 22-24 | Keflavíkurkonur náðu sér aðeins á strik undir lok leikhlutans og skoruðu m.a. tvær körfur eftir sóknarfráköst. Keflavík hefur tekið sex slík, gegn þremur hjá Val. Tyson-Thomas er stigahæst heimakvenna með 12 stig, en Harden er komin með níu stig hinum megin.8. mín | 16-19 | Ragna Margrét Brynjarsdóttir kemur Val þremur stigum yfir. Gestirnir eru duglegir að keyra hraðaupphlaupin.6. mín | 14-14 | Harden setur niður þrist, en hún fékk eins mikinn tíma og hægt var til að stilla miðið. Slakur varnarleikur hjá heimakonum.5. mín | 14-11 | Joanna Harden skorar eftir hraðaupphlaup. Sigurður Ingimundarson tekur umsvifalaust leikhlé. Ekki sáttur með síðustu sóknir síns liðs.4. mín | 12-7 | Fanney Lind Guðmundsdóttir setur niður þrist, en Tyson-Thomas svarar með körfu.3. mín | 8-2 | Tyson-Thomas stelur boltanum og kemur Keflavík sex stigum yfir. Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals tekur leikhlé. Skiljanlega. Hans stúlkur eru sofandi hér í byrjun leiks.Leikur hafinn | 2-0 | Sara Rún skorar fyrstu stig leiksins.Fyrir leik: Fimm mínútur í leik og það er aðeins farið að fjölga í húsinu. Það eru þó enn fjöldamörg auð sæti í stúkunni.Fyrir leik: Þrátt fyrir að hafa skorað liða mest í vetur er þriggja stiga nýting Keflavíkurliðsins aðeins 20,7%, gegn 26,8% hjá Val. Tveggja stiga nýting Keflavíkur er hins vegar betri en hjá Val; 47,6% gegn 41,7%.Fyrir leik: Joanna Harden er stigahæst í liði Vals í vetur með 25,5 stig að meðaltali í leik, en hún hefur einnig skilað 5,3 fráköstum og 3,5 stoðsendingum. Ragnheiður Benónísdóttir hefur tekið flest fráköst í liði Vals, 12,3, en þar af eru 5,0 sóknarfráköst að meðaltali í leik.Fyrir leik: Keflavík hefur skorað langmest allra liða í deildinni það sem af er vetri, eða 346 stig í fjórum leikjum sem gera 86,5 stig að meðaltali í leik. Carmen Tyson-Thomas er stigahæst í liði Keflavíkur í vetur með 19,5 stig að meðaltali í leik. Hún er einnig frákasta- (9,3) og stoðsendingahæst (2,5) hjá Keflavík. Hin 18 ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir kemur næst með 14,8 stig og 7,8 fráköst að meðaltali í leik.Fyrir leik: Hér mætast liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar, en þau eru bæði með sex stig eftir fjórar umferðir. Haukar og Snæfell skipa efstu tvö sæti deildarinnar, en þau eru einnig með sex stig.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu héðan úr TM-höllinni þar sem við ætlum að fylgjast með leik Keflavíkur og Vals. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Fleiri fréttir Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Sjá meira
Keflavík fagnaði sínum fjórða sigri í Domino's deild kvenna eftir að hafa lagt Val að velli á heimavelli sínum í kvöld, 100-91. Jafnræði var með liðunum lengst af og framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit. Þar reyndust heimakonur sterkari, en mestu munaði um frammistöðu Carmen Tyson-Thomas sem skoraði 41 stig og tók 17 fráköst í liði Keflavíkur. Hvort sem ferðin til Keflavíkur sat í Valsliðinu eða ekki, þá voru gestirnir sofandi í byrjun leiks. Vörnin var lek og Keflavík náði mest átta stiga forystu. Valskonur hristu þó fljótlega af sér slenið og komust betur inn í leikinn og þá sérstaklega Joanna Harden sem var öflug í fyrri hálfleik og skoraði 19 stig. Fanney Lind Guðmundsdóttir kom næst með 11 stig og þá skoraði Ragna Margrét Brynjarsdóttir sex stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Staðan var 22-24, Val í vil eftir fyrsta leikhluta, en Keflavíkurkonur unnu annan leikhluta með þremur stigum og leiddu í hálfleik, 45-44. Þær urðu þó fyrir miklu áfalli undir lok hálfleiksins þegar Tyson-Thomas fékk sína fjórðu villu. Hún skilaði sínu þegar hún var inni á vellinum, en hún skoraði 17 stig í fyrri hálfleik og tók níu fráköst, þar af sjö sóknarfráköst. Marín Laufey Davíðsdóttir spilaði einnig vel í fyrri hálfleik, skoraði 10 stig og tók sex fráköst. Tyson-Thomas byrjaði seinni hálfleikinn á bekknum og það nýttu gestirnir sér, spiluðu stífa vörn og á hinum enda vallarins hélt Harden áfram að valda Keflavíkurkonum vandræðum. Valur náði mest sjö stiga forystu, 49-56, en þá var Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkur, nóg boðið, tók leikhlé og í framhaldinu skoruðu heimakonur sex stig í röð. Þær fundu leiðina framhjá pressuvörn Vals og höfðu auk þess gríðarlega yfirburði undir körfunni, en heimakonur tóku hvorki fleiri né færri en 30 sóknarfráköst í leiknum og tóku í heildina 62 fráköst gegn 41 hjá Val. Tyson-Thomas kom inn á í byrjun fjórða leikhluta eftir að hafa vermt bekkinn allan þann þriðja. Hún skoraði fyrstu sex stig lokaleikhlutans og kom Keflavík yfir, 67-65. Heimakonur voru með góð á leiknum, hirtu hvert sóknarfrákastið á fætur öðru og voru duglegar að koma sér á vítalínuna. Á þessum tíma var Harden varla með lífsmarki, en . Liðsfélögum hennar tókst hins vegar jafna leikinn, fyrst í 77-77 og svo 79-79. Og í stöðunni 87-84 fyrir Keflavík vaknaði Harden aftur til lífsins, skoraði eftir hraðaupphlaup og kom Val síðan tveimur stigum yfir, 87-89, með þriggja stiga körfu. Tyson-Thomas jafnaði metin fyrir Keflavík þegar 15 sekúndur voru eftir, Valskonur fóru í sókn og Guðbjörg Sverrisdóttir fékk galopið þriggja stiga skot í þann mund sem leiktíminn rann út. Því þurfti að framlengja. Í framlengingunni var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Tyson-Thomas hélt áfram að fara á kostum og þá skoraði Birna Valgarðsdóttir fimm stig í framlengingunni sem Keflavík vann 11-2 og leikinn í heild, 100-91. Tyson-Thomas átti magnaðan leik, skoraði 41 stig og tók 17 fráköst, þrátt fyrir að spila ekkert í þriðja leikhluta eins og áður sagði. Sara Rún Hinriksdóttir átti einnig fínan leik og skilaði 16 stigum og 12 fráköstum. Hinum megin var Harden stigahæst með 36 stig, en hún var hins vegar týnd á löngum köflum í seinni hálfleik. Ragna Margrét stóð fyrir sínu, en hún skoraði 14 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar.Sigurður: Erfitt að biðja um meira Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sigurinn á Val í kvöld, en sagði þó að sínar stúlkur hefðu getað spilað betur. „Þetta var hörkuleikur, mikið skorað og mikið fjör, en heilt yfir var ég ekkert sérstaklega sáttur með leik okkar liðs. „Ég hefði viljað fá meira. Við tókum hins vegar 30 sóknarfráköst og 62 fráköst í heildina og mínar stúlkur voru grimmar - þú getur ekki beðið um mikið meira. „En það er ýmislegt sem við getum gert betur,“ sagði Sigurður sem var að vonum ánægður með frammistöðu Carmen Tyson-Thomas sem skoraði 41 stig og tók 17 fráköst. „Hún spilaði frábærlega í dag og það er erfitt að biðja um meira. Þetta var langlangbesti leikurinn hennar síðan hún kom til okkar. „Hún hefur ekki verið neitt þessu lík áður,“ sagði Sigurður að lokum, en eftir sigurinn eru Keflavíkurkonur með átta stig, eftir fjóra sigurleiki og eitt tap.Ágúst:Þær fengu alltof mörg auka skot Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, sagði sóknarfráköst Keflavíkur hafa ráðið úrslitum í leik liðanna í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Heimakonur fóru með sigur af hólmi 100-91, en þær tóku alls 30 sóknarfráköst í leiknum. „Einfaldlega svarið er að fráköstin fóru með okkur í kvöld. Þær taka 30 sóknarfráköst á meðan við tökum 22 varnarfráköst. Þær klikkuðu úr 30 skotum sem þær náðu að kvitta út með því að taka sóknarfráköst. Það er alltof mikið, þær fengu alltof mörg auka skot,“ sagði Ágúst, en hvernig fannst honum leikurinn í heild? „Þetta var fínn körfuboltaleikur. Fyrir þá sem voru að horfa á held ég að þetta hafi verið skemmtilegur leikur og ágætlega spilaður, sérstaklega sóknarlega. En bæði lið geta gert töluvert betur varnarlega.“ Carmen Tyson-Thomas, leikmaður Keflavíkur, lenti í villuvandræðum undir lok fyrri hálfleiks og sat af þeim sökum á bekknum allan þriðja leikhluta. Ágúst var sammála því að hans stúlkur hefðu ekki nýtt sér fjarveru hennar nógu vel. „Auðvitað hefðum við átt að nýta okkur það betur, og við gerðum það ágætlega framan af. Það er oft hættulegt þegar svona góður leikmaður eins og hún er fer út af, þá kemur maður í manns stað og þær þjöppuðu sér vel saman og leystu það vel. „Við hefðum þurft að passa betur upp á boltann á þeim tímapunkti í leiknum, en við töpuðum boltanum sjö sinnum í þriðja leikhluta sem var of mikið,“ sagði Ágúst að lokum.Leik lokið | 100-91 | Níu stiga sigur Keflavíkur staðreynd eftir framlengdan leik hér í TM-höllinni.45. mín | 100-91 | Birna Valgarðsdóttir klárar leikinn með þristi. Hún er komin með fimm stig í framlengingunni.44. mín | 97-91 | Tyson-Thomas kemur Keflavík sex stigum yfir. Valskonur hafa fengið fín skot í framlengingunni sem hafa ekki farið niður.42. mín | 93-89 | Tyson-Thomas nennir ekki að tapa þessum leik. Hún er búin að skora öll fjögur stig framlengingarinnar.Venjulegum leiktíma lokið | 89-89 | Við förum í framlengingu. Guðbjörg fékk galopið þriggja stiga skot, en það geigaði.40. mín | 89-89 | Þrjár sekúndur eftir. Heimakonur brutu tvisvar og töfðu þar með sóknaraðgerðir Vals. Ágúst tekur leikhlé.40. mín | 89-89 | Tyson-Thomas jafnar leikinn með flottri körfu. 15 sekúndur eftir. Valur á boltann. Nú þarf Keflavíkurvörnin að halda.40. mín | 87-89 | Og bætir þristi við. Valur leiðir með tveimur stigum. 25 sekúndur eftir. Keflavík á boltann.40. mín | 87-86 | Harden skorar sín fyrstu stig í fjórða leikhluta.38. mín | 83-79 | Fjögur stig frá Tyson-Thomas í röð. Harden er ekki með lífsmarki hinum megin.37. mín | 79-77 | Guðbjörg Sverrisdóttir setur niður þrist en Tyson-Thomas svarar með tveimur stigum af vítalínunni.36. mín | 75-74 | Ragnheiður skorar eftir sóknarfrákast og minnkar muninn í eitt stig. Hún er komin með þrjár villur, líkt og Ragna Margrét og Fanney Lind í liði Vals.35. mín |74-70 | Keflavík er góð tök á leiknum þessa stundina. Heimakonur eru duglegar að keyra á körfuna og hafa mikla yfirburði í frákastabaráttunni.32. mín | 67-65 | Tyson-Thomas kemur hin ferskasta inn á og skorar fjögur fyrstu stig leikhlutans. Valskonur eru í miklum vandræðum í sókninni þessa stundina.Þriðja leikhluta lokið | 63-65 | Margrét Ósk Einarsdóttir klárar þriðja leikhlutann með þristi, en þetta eru hennar fyrstu stig í kvöld. Tyson-Thomas sat á bekknum allan þriðja leikhluta, en hún kemur væntanlega inn á strax í byrjun þess fjórða.29. mín | 60-60 | Harden setur niður tvö vítaskot og kemur Valskonum yfir á nýjan leik, en Sara Rún jafnar eftir enn eitt sóknarfrákastið hjá Keflavík. Þau eru alls 21.28. mín | 55-58 | Ragna Margrét skorar langþráð stig fyrir Val, en Hallveig Jónsdóttir jafnar leikinn með þristi. Keflavík er með mikla yfirburði í frákastabaráttunni, 40-26.26. mín | 55-56 | Sex stig í röð frá Keflavík. Leikhléið sem Sigurður tók áðan hefur borið árangur. Heldur betur.25. mín | 49-56 | Ragnheiður Benónís skorar og Harden fylgir því eftir með þristi. Hún er komin með 27 stig. Sjö stiga munur.23. mín | 45-48 | Valskonur hafa séð um stigaskorun það sem af er seinni hálfleiks.Seinni hálfleikur hafinn | 45-44 | Sjáum hvað gerist á næstu 20 mínútunum. Tyson-Thomas byrjar seinni hálfleikinn á bekknum, enda með fjórar villur á bakinu.Fyrri hálfleik lokið | 45-44 | Keflavík leiðir með einu stigi eftir jafnan fyrri hálfleik. Vondu fréttirnir fyrir heimakonur eru hins vegar þær að Carmen Tyson-Thomas er komin með fjórar villur. Hún er atkvæðamest í liði Keflavíkur með 17 stig og níu fráköst. Marín Laufey kemur næst með 10 stig og sex fráköst. Hinum megin er Harden komin með 19 stig og Fanney Lind 11.20. mín | 45-44 | Tyson-Thomas er komin með fjórar villur. Ekki góðar fréttir fyrir Keflavík.19. mín | 45-42 | Sara Rún setur niður vítaskot og kemur Keflavík þremur stigum yfir. Fínn kafla hjá heimakonum.17. mín | 38-40 | Fanney Lind setur niður tvö vítaskot. Hún er komin með níu stig, en Harden er stigahæst hjá Val með 17 stig.16. mín | 35-36 | Keflavík tekur leikhlé. Gestirnir leiða með einu stigi, en Valskonur eru með betri skotnýtingu og hafa aðeins tapað þremur boltum, gegn fimm hjá Keflavík. Tyson-Thomas er utan vallar hjá Keflavík, en hún er komin með tvær villur.14. mín | 35-32 | Marín Laufey Davíðsdóttir kemur Keflavík þremur stigum yfir með þriggja stiga körfu. Hún er komin með átta stig og fjögur fráköst.13. mín | 27-30 | Harden neglir niður þrist eftir langa Valssókn, þar sem þær tóku hvert sóknarfrákastið á fætur öðru.12. mín | 26-27 | Það gleymdist að nefna það áðan að Kristrún Sigurjónsdóttir leikur ekki með Val í kvöld, væntanlega vegna meiðsla.Fyrsta leikhluta lokið | 22-24 | Keflavíkurkonur náðu sér aðeins á strik undir lok leikhlutans og skoruðu m.a. tvær körfur eftir sóknarfráköst. Keflavík hefur tekið sex slík, gegn þremur hjá Val. Tyson-Thomas er stigahæst heimakvenna með 12 stig, en Harden er komin með níu stig hinum megin.8. mín | 16-19 | Ragna Margrét Brynjarsdóttir kemur Val þremur stigum yfir. Gestirnir eru duglegir að keyra hraðaupphlaupin.6. mín | 14-14 | Harden setur niður þrist, en hún fékk eins mikinn tíma og hægt var til að stilla miðið. Slakur varnarleikur hjá heimakonum.5. mín | 14-11 | Joanna Harden skorar eftir hraðaupphlaup. Sigurður Ingimundarson tekur umsvifalaust leikhlé. Ekki sáttur með síðustu sóknir síns liðs.4. mín | 12-7 | Fanney Lind Guðmundsdóttir setur niður þrist, en Tyson-Thomas svarar með körfu.3. mín | 8-2 | Tyson-Thomas stelur boltanum og kemur Keflavík sex stigum yfir. Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals tekur leikhlé. Skiljanlega. Hans stúlkur eru sofandi hér í byrjun leiks.Leikur hafinn | 2-0 | Sara Rún skorar fyrstu stig leiksins.Fyrir leik: Fimm mínútur í leik og það er aðeins farið að fjölga í húsinu. Það eru þó enn fjöldamörg auð sæti í stúkunni.Fyrir leik: Þrátt fyrir að hafa skorað liða mest í vetur er þriggja stiga nýting Keflavíkurliðsins aðeins 20,7%, gegn 26,8% hjá Val. Tveggja stiga nýting Keflavíkur er hins vegar betri en hjá Val; 47,6% gegn 41,7%.Fyrir leik: Joanna Harden er stigahæst í liði Vals í vetur með 25,5 stig að meðaltali í leik, en hún hefur einnig skilað 5,3 fráköstum og 3,5 stoðsendingum. Ragnheiður Benónísdóttir hefur tekið flest fráköst í liði Vals, 12,3, en þar af eru 5,0 sóknarfráköst að meðaltali í leik.Fyrir leik: Keflavík hefur skorað langmest allra liða í deildinni það sem af er vetri, eða 346 stig í fjórum leikjum sem gera 86,5 stig að meðaltali í leik. Carmen Tyson-Thomas er stigahæst í liði Keflavíkur í vetur með 19,5 stig að meðaltali í leik. Hún er einnig frákasta- (9,3) og stoðsendingahæst (2,5) hjá Keflavík. Hin 18 ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir kemur næst með 14,8 stig og 7,8 fráköst að meðaltali í leik.Fyrir leik: Hér mætast liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar, en þau eru bæði með sex stig eftir fjórar umferðir. Haukar og Snæfell skipa efstu tvö sæti deildarinnar, en þau eru einnig með sex stig.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu héðan úr TM-höllinni þar sem við ætlum að fylgjast með leik Keflavíkur og Vals.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Fleiri fréttir Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Sjá meira