Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar, Ingvar Jónsson, gæti verið á leið í sænska boltann.
Ingvar var í heimsókn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Åtvidaberg um síðustu helgi og samkvæmt heimildum íþróttadeildar á Ingvar von á tilboði frá félaginu.
Hann sá liðið einnig tapa gegn AIK. Åtvidaberg siglir lygnan sjó í áttunda sæti deildarinnar.
Aðalmarkvörður Åtvidaberg, Henrik Gustavsson, er orðinn 38 ára gamall og félagið þarf því að yngja upp hjá sér.
Ingvar átti stórkoslegt tímabil með Stjörnunni og þarf ekki að koma á óvart að erlend lið séu farin að bera víurnar í hann.
Svíþjóð
Ísland