Innlent

Fáum sendan reikning fyrir byssunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
"Það var undirritaður samningur um sölu á 250 MP5 byssum þann 17. desember 2013. Kaupverðið er 625.000 krónur og þetta á að greiða.“
"Það var undirritaður samningur um sölu á 250 MP5 byssum þann 17. desember 2013. Kaupverðið er 625.000 krónur og þetta á að greiða.“ Vísir/Getty
Norska blaðið Dagbladet hefur eftir Bent-Ivan Myhre, talsmanni norska varnarmálaráðherrans, að reikningur verði sendur fyrir 250 MP5 hríðskotabyssum sem Landhelgisgæslan telur sig hafa fengið að gjöf frá norska hernum.

„Það var undirritaður samningur um sölu á 250 MP5 byssum þann 17. desember 2013. Kaupverðið er 625.000 krónur og þetta á að greiða. Það hefur aldrei neitt komið neitt annað til greina,“ sagði Myhre í samtali við Dagbladet.

Í grein blaðsins er greint frá því að byssurnar hafi valdið nokkrum usla á Íslandi og að stjórnvöld séu í klemmu vegna málsins. Þá er sagt frá vatnsbyssumótmælunum við lögreglustöðina síðastliðinn föstudag og Facebook-hópnum Skilum byssunum en í honum eru hátt í 9.000 manns. Segir í Dagbladet að það sé því ansi stór hluti þjóðarinnar mótfallinn vopnabúnaðinum.


Tengdar fréttir

Einföld sala sem hefur endað í hneyksli

Norski fréttavefurinn VG segir byssuhneykslið geta orðið ríkisstjórn Íslands að falli. Þingi og þjóð leynt að byssurnar voru keyptar.

Byssurnar um borð í skipin

Landhelgisgæslan ætlar að nota þær eitt hundrað hríðskotabyssur sem hún fékk frá Norðmönnum um borð í skipunum sínum og í varahluti.

Lögreglan ætlar ekki að borga fyrir vopnin

Samkvæmt kaupsamningi Landhelgisgæslunnar og norska hersins átti að greiða jafnvirði 11,5 milljóna króna fyrir 250 hríðskotabyssur. Ríkislögreglustjóri á von á að fá 150 byssur án endurgjalds. Gæslan segist ekki hafa greitt fyrir byssurnar.

Ráðherrar sverja af sér vélbyssur

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki haft nein afskipti af komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lögreglan hafi heimild til að endurnýja búnað sinn án þess að ráðherra skipti

Landhelgisgæslan reiknar ekki með að borga

Forstjóri Landhelgisgæslunnar reiknar ekki með að Gæslan greiði fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi henni. Ráðherrum hafi ekki verið greint frá kaupunum en aðilar innan innanríkisráðuneytisins hafi vitað af þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×