Erlent

Segja Kim hafa lagst undir hnífinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Leyniþjónusta Suður-Kóreu telur sig hafa leyst leyndardóminn varðandi sex vikna hvarfs Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Telja þeir að erlendur læknir hafi verið fenginn til að fjarlægja kýli á hægri ökla leiðtogans.

Það sé ástæða þess að hann hafi verið með staf frá því að hann steig aftur í sviðsljósið. Guardian segir frá því að hann hafi ekki sést frá 3. september til 14. október og þá hafi hann haltrað, verið með staf og væri grennri.

Einnig var því haldið fram að kýlið gæti komið aftur vegna þyngdar Kim, reykinga og hve þétt skipuð dagskrá hans sé.

Þó er ekki vitað hvernig leyniþjónustan komst yfir þessar upplýsingar en þeir hafa áður gefið upp rangar upplýsingar frá Norður-Kóreu.


Tengdar fréttir

Stafur Kim ætlaður sem tákn um visku

Þrátt fyrir að stafurinn sé merki um hrakandi heilsu Kims þá er hann jafnframt tákn um visku og aldur, segir sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×