Enski boltinn

Mourinho: Meiðsli Costa eru Spánverjum að kenna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho saknar Diego Costa sem skoraði níu mörk í fyrstu sjö leikjum sínum í úrvalsdeildinni.
José Mourinho saknar Diego Costa sem skoraði níu mörk í fyrstu sjö leikjum sínum í úrvalsdeildinni. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, kennir Vincente del Bosque, þjálfara spænska landsliðsins, um meiðsli DiegoCosta, stjörnuframherja liðsins.

Costa hefur verið frá vegna meiðsla síðan hann spilaði tvo leiki fyrir Spán í undankeppni EM 2016 á dögunum þegar Spánverjar mættu Slóvökum og Lúxemborg. Bæði hefur hann verið meiddur og veikur.

Mourinho segir Costa ekki lengur með vírusinn sem var að plaga hann, en hann glímir enn við meiðslin sem hann varð fyrir í landsliðsferðinni.

„Honum er batnað af vírusnum, en það var erfitt. Hann þurfti að fara á sjúkraús sem gerir honum augljóslega ekki auðveldara fyrir í endurhæfingunni. Hann spilaði ekki á sunnudaginn vegna meiðslanna - ekki veikindanna,“ sagði Mourinho við portúgalska blaðamenn.

„Diego er tognaður aftan í læri því hann spilaði tvo leiki á þremur dögunum með Spáni.“

Aðspurður hvort hann vonaðist til þess að meiðslavandræði Costa væru senn á enda svaraði Portúgalinn pirraður: „Hann á eftir að spila aftur fyrir landsliðið í nóvember!“


Tengdar fréttir

Neville: Chelsea skortir drápseðli

Lærisveinar José Mourinho leyfðu Manchester-liðunum að stela af sér stigi, segir knattspyrnusérfræðingur Sky Sports.

Ótrúlegt jafntefli á Old Trafford

Manchester United og Chelsea skildu jöfn 1-1 í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Manchester United jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×