Innlent

Vodafone ætlar ekki að áfrýja

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Deildu.net og Pirate Bay eru torrent-síður sem gera fólki kleift að sækja fjölbreytt úrval af skrám í gegnum netið.
Deildu.net og Pirate Bay eru torrent-síður sem gera fólki kleift að sækja fjölbreytt úrval af skrám í gegnum netið. vísir
Vodafone ætlar ekki að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur vegna lögbanns á skráaskiptasíðurnar deildu.is og Pirate Bay. Þetta kemur fram á vefsíðu Vodafone.

STEF, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, höfðaði málið eftir að sýslumaður hafnaði lögbannsbeiðni sambandsins. Fjölskipaður héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að sýslumanni bæri að framfylgja lögbanninu. STEF hefur einnig höfðað sambærilegt mál gegn Símanum, Tali og 365.

„Lögmenn Fjarskipta munu fylgjast grannt með framvindu þeirra mála enda eðlilegt að jafnræðis verði gætt með fjarskiptafélögum við framkvæmd dómsins. Komi til lögbanns sýslumanns á hendur fjarskiptafyrirtækjum vegna dómsins mun verða lokað fyrir umræddar síður,“segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×