Enski boltinn

Chelsea fær væntanlega háa sekt vegna leiksins á Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Phil Dowd er hér búinn að gefa Branislav Ivanovic rauða spjaldið.
Phil Dowd er hér búinn að gefa Branislav Ivanovic rauða spjaldið. Vísir/Getty
Chelsea á von á hárri sekt frá enska knattspyrnusambandinu vegna framgöngu leikmanna liðsins á móti Manchester United á Old Trafford í gær.

Ástæða sektarinnar eru þessi sjö gulu spjöld og þetta eina rauða spjald sem leikmenn Chelsea fengu í leiknum.

Manchester United jafnaði metin með marki í uppbótartíma leiksins eftir að Branislav Ivanovic fékk bæði á sig aukaspyrnu og sitt annað gula spjald sem var harður dómur.

Phil Dowd, dómari leiksins, var örugglega ekki vinsælasti maðurinn hjá Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir leikinn en portúgalski stjórinn passaði sig þó á því að segja ekki of mikið en lét það þó ekki fara framhjá neinum hvað hann hugsaði.

Enska knattspyrnusambandið hafði gefið það út að félög fái 25 þúsund punta sekt ef lið þeirra fá sex gul spjöld eða fleiri í einum leik. 25 þúsund pund eru tæplega fimm milljónir íslenskra króna.

Branislav Ivanović, Cesc Fàbregas, Oscar, Nemanja Matić, Eden Hazard og Didier Drogba fengu allir gult spjald í leiknum og sjöunda gula spjaldið sem Ivanović fékk breyttist síðan í rautt.


Tengdar fréttir

Mourinho: Þurfum ekki að horfa á aðra

„Seinni hálfleikurinn var mikið betri. Við sýndum frá byrjun seinni hálfleiks að við vildum vinna,“ sagði Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea eftir 1-1 jafnteflið við Manchester United á Old Trafford í dag.

Drogba kemur Chelsea yfir | Sjáið markið

Didier Drogba er búinn að koma Chelsea yfir í stórleiknum á Old Trafford þar sem Manchester Untied tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Van Persie: Hefðum getað unnið

"Þetta eru blendnar tilfinningar. Við hefðum getað unnið í dag. Ég fékk tvö færi snemma í leiknum. Ég hugsa alltaf jákvætt og einbeiti mér að næsta færi og sem betur fer féll það fyrir mig,“ sagði Robin van Persie eftir jafnteflið gegn Chelsea í dag.

Heimskulegt að mati Van Gaal

Robin van Persie, fyrirliði Manchester United, tryggði liðinu jafntefli á móti toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar hann jafnaði metin í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×