Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða 27. október 2014 14:01 Myndin af Diljá og Hahne hefur farið víða um net. Um helgina var Diljá Helgadóttir, ungliði í Framsóknarflokknum, fulltrúi NCF, samtaka ungra miðjumanna á Norðurlöndunum, á ráðstefnunni Nordic Youth Council í sænska þinginu. Diljá segir á Facebook-síðu sinni mjög gagnlegt og gaman að rökræða stjórnmál við meðlimi innan allra flokka frá Norðurlöndunum. „Hilsen fra Stockholm!“ segir Diljá. Áður hafði Diljá birt mynd af sé og Willam Hahne, varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. Og fór vel á með þeim tveimur. Diljá hefur reyndar fjarlægt myndina af Facebooksíðu sinni, einhverra hluta vegna, en Vísir hefur í morgun gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Diljá, meðal annars til að spyrja hana nánar út í samband hennar við Hahne, en án árangurs.Svíþjóðardemókratar og Framsóknarmenn Myndin hefur farið víða á netinu og vakið athygli en Hahne er mjög umdeildur og hefur verið kenndur við rasisma. Svíþjóðardemókratar er þjóðernissinnaður hægriflokkur og þegar hann bauð fram fyrir fjórum árum, en hafði fyrsta sinni boðið fram 1988, vann hann stórsigur og hlaut tuttugu þingsæti. Flokkurinn rekur harða innflytjendastefnu og lýstu fulltrúar allra annarra flokka því yfir fyrir kosningar að vegna andúðar flokksmanna á innflytjendum kæmi ekki til greina að mynda með þeim stjórn.Fréttablaðið fjallaði um það þegar Hahne lét dólgslega á Ölstofunni og var varpað á dyr eftir að hafa kallað ókvæðisorðum að barþjóni af palestínskum uppruna.Íslandsvinurinn Hahne Willam Hahne er Íslandsvinur, ef þannig má að orði komast, en árið 2010 greindi Fréttablaðið frá því að honum hafi verið hent út af Ölstofunni vegna þess að hann veittist að barþjóni sem var af palestínskum uppruna. Hahne var þá staddur á þingi Norðurlandaráðs sem hér var haldið og var sænska sendinefndin miður sín vegna atburðarins og Hahne skrifaði afsökunarbeiðni í kjölfar þessa. Hér að neðan má myndband sem Svíþjóðardemókratarnir sendu frá sér í aðdraganda þingkosninganna síðustu. Og gefur það ágæta mynd af áhersluatriðum og stefnu flokksins. Uppfært 15:00Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var fullyrt að Svíþjóðardemókratar væru systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi. Það er einfaldlega rangt og slæddist þetta inn í textann fyrir mistök og er beðist velvirðingar á því.Uppfært klukkan 16:05 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var þeirri spurningu velt upp hvort Svíþjóðardemókratar gætu talist vera systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi í ljósi andstöðu borgarfulltrúa flokksins við byggingu mosku í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor. Sú vangavelta átti ekki rétt á sér. Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Um helgina var Diljá Helgadóttir, ungliði í Framsóknarflokknum, fulltrúi NCF, samtaka ungra miðjumanna á Norðurlöndunum, á ráðstefnunni Nordic Youth Council í sænska þinginu. Diljá segir á Facebook-síðu sinni mjög gagnlegt og gaman að rökræða stjórnmál við meðlimi innan allra flokka frá Norðurlöndunum. „Hilsen fra Stockholm!“ segir Diljá. Áður hafði Diljá birt mynd af sé og Willam Hahne, varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. Og fór vel á með þeim tveimur. Diljá hefur reyndar fjarlægt myndina af Facebooksíðu sinni, einhverra hluta vegna, en Vísir hefur í morgun gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Diljá, meðal annars til að spyrja hana nánar út í samband hennar við Hahne, en án árangurs.Svíþjóðardemókratar og Framsóknarmenn Myndin hefur farið víða á netinu og vakið athygli en Hahne er mjög umdeildur og hefur verið kenndur við rasisma. Svíþjóðardemókratar er þjóðernissinnaður hægriflokkur og þegar hann bauð fram fyrir fjórum árum, en hafði fyrsta sinni boðið fram 1988, vann hann stórsigur og hlaut tuttugu þingsæti. Flokkurinn rekur harða innflytjendastefnu og lýstu fulltrúar allra annarra flokka því yfir fyrir kosningar að vegna andúðar flokksmanna á innflytjendum kæmi ekki til greina að mynda með þeim stjórn.Fréttablaðið fjallaði um það þegar Hahne lét dólgslega á Ölstofunni og var varpað á dyr eftir að hafa kallað ókvæðisorðum að barþjóni af palestínskum uppruna.Íslandsvinurinn Hahne Willam Hahne er Íslandsvinur, ef þannig má að orði komast, en árið 2010 greindi Fréttablaðið frá því að honum hafi verið hent út af Ölstofunni vegna þess að hann veittist að barþjóni sem var af palestínskum uppruna. Hahne var þá staddur á þingi Norðurlandaráðs sem hér var haldið og var sænska sendinefndin miður sín vegna atburðarins og Hahne skrifaði afsökunarbeiðni í kjölfar þessa. Hér að neðan má myndband sem Svíþjóðardemókratarnir sendu frá sér í aðdraganda þingkosninganna síðustu. Og gefur það ágæta mynd af áhersluatriðum og stefnu flokksins. Uppfært 15:00Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var fullyrt að Svíþjóðardemókratar væru systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi. Það er einfaldlega rangt og slæddist þetta inn í textann fyrir mistök og er beðist velvirðingar á því.Uppfært klukkan 16:05 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var þeirri spurningu velt upp hvort Svíþjóðardemókratar gætu talist vera systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi í ljósi andstöðu borgarfulltrúa flokksins við byggingu mosku í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor. Sú vangavelta átti ekki rétt á sér.
Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41
Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45
Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33
Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00
Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00