Enski boltinn

Mourinho: Þurfum ekki að horfa á aðra

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mourinho á Old Trafford í dag
Mourinho á Old Trafford í dag vísir/getty
„Seinni hálfleikurinn var mikið betri. Við sýndum frá byrjun seinni hálfleiks að við vildum vinna,“ sagði Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea eftir 1-1 jafnteflið við Manchester United á Old Trafford í dag.

„Þeir fengu ekki færin sem þeir vildu í seinni hálfleik. Að koma hingað á Old Trafford og leika eins og við gerðum, það var frábært hjá strákunum,“ sagði Mourinho sem segist ekkert horfa á það hvað önnur lið eru að gera en Manchester City tapaði einnig stigum um helgina.

„Við horfum ekki á aðra, við horfum bara á okkur. Old Trafford er hættulegasti völlurinn sem við höfum komið á. Við náðum ekki þeim úrslitum sem við vildum en hvernig við lékum sýnir okkur að við þurfum ekki að horfa á aðra. Að vera með fjögurra stiga forystu á toppnum eftir níu leiki og hafa bæði spilað úti gegn Manchester United og Manchester City.

„Ég sá rauða spjaldið fyrir. Ef ég tala um seinna gula spjaldið (sem Ivanovic fékk) þarf ég að tala um marga hluti. T.d. vítið sem Ivanovic hefði átt að fá, öll gulu spjöldin, innköstin. Ég tala alltaf með hreint út og kem mér í vandræði,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×