Eftir 30 ár á Drekasvæðinu vonast Steinar til að styttist í gleðitíðindi Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2014 19:30 Íslenskur jarðeðlisfræðingur, sem byrjaði fyrir yfir þrjátíu árum að leita olíu á Drekasvæðinu, segir að nú séu sterk fyrirtæki komin inn sem dragi vagninn og vonast hann eftir skemmtilegum tíðindum af olíuleitinni innan fárra ára. Segja má á að athöfnin í Ráðherrabústaðnum í byrjun síðasta árs hafi markað formlegt upphaf olíuleitar í lögsögu Íslands en þá voru fyrstu sérleyfin afhent olíufélögum. Olíuleitin á sér þó mun lengri aðdraganda, eða allt aftur til þess tíma þegar Íslendingar og Norðmenn sömdu um lögsögumörk á Jan Mayen-svæðinu fyrir 33 árum. Hluti samkomulagsins var að Norðmenn kostuðu rannsóknir á svæðinu en meðal þeirra sem að þeim komu var Steinar Guðlaugsson jarðeðlisfræðingur. „Við fórum nú ansi snemma af stað, fólk tengt Orkustofnun, sem þá var, og tókum þátt í að móta fyrstu rannsóknir á svæðinu í kjölfar samninganna sem gerðir voru um Jan Mayen-svæðið árið 1981. Ég held að ég hafi komið fyrst að þessu 1983 eða ´84,“ sagði Steinar í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Steinar starfar nú fyrir verkfræðistofuna Mannvit og Eykon Energy og sat í byrjun vikunnar á fundum með erlendum olíufélögum í Reykjavík við að undirbúa rannsóknir næsta sumars. „Við erum bara komin vel áleiðis og það er mjög ánægjulegt að sjá það, fyrir fólk sem hefur verið að vinna að þessum málum í mjög langan tíma,“ segir Steinar. Innkoma kínverska félagsins CNOOC í byrjun þessa árs þykir marka þáttaskil en félagið er í hópi stærstu olíufélaga heims og hefur fjárhaglega getu til að standa fyrir dýrum borunum í hafi. „Þarna vegast á fjárhagsleg áhætta þeirra sem eru að fara í þessa vinnslu og mögulegur ávinningur. Og allt er þetta í góðum lagaramma um auðlind, að mörgu leyti fyrirmynd auðlindalöggjafar, sá rammi sem er um þetta hér. Nú erum við líka komin með sterka aðila inn sem geta dregið vagninn. Þannig að ég er ánægður með á hvaða stað þetta er komið og vonast til þess að rannsóknaráætlanir gangi vel og að það verði hægt að segja frá einhverju skemmtilegu innan allt of margra ára,“ sagði Steinar Guðlaugsson. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Íslenskur jarðeðlisfræðingur, sem byrjaði fyrir yfir þrjátíu árum að leita olíu á Drekasvæðinu, segir að nú séu sterk fyrirtæki komin inn sem dragi vagninn og vonast hann eftir skemmtilegum tíðindum af olíuleitinni innan fárra ára. Segja má á að athöfnin í Ráðherrabústaðnum í byrjun síðasta árs hafi markað formlegt upphaf olíuleitar í lögsögu Íslands en þá voru fyrstu sérleyfin afhent olíufélögum. Olíuleitin á sér þó mun lengri aðdraganda, eða allt aftur til þess tíma þegar Íslendingar og Norðmenn sömdu um lögsögumörk á Jan Mayen-svæðinu fyrir 33 árum. Hluti samkomulagsins var að Norðmenn kostuðu rannsóknir á svæðinu en meðal þeirra sem að þeim komu var Steinar Guðlaugsson jarðeðlisfræðingur. „Við fórum nú ansi snemma af stað, fólk tengt Orkustofnun, sem þá var, og tókum þátt í að móta fyrstu rannsóknir á svæðinu í kjölfar samninganna sem gerðir voru um Jan Mayen-svæðið árið 1981. Ég held að ég hafi komið fyrst að þessu 1983 eða ´84,“ sagði Steinar í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Steinar starfar nú fyrir verkfræðistofuna Mannvit og Eykon Energy og sat í byrjun vikunnar á fundum með erlendum olíufélögum í Reykjavík við að undirbúa rannsóknir næsta sumars. „Við erum bara komin vel áleiðis og það er mjög ánægjulegt að sjá það, fyrir fólk sem hefur verið að vinna að þessum málum í mjög langan tíma,“ segir Steinar. Innkoma kínverska félagsins CNOOC í byrjun þessa árs þykir marka þáttaskil en félagið er í hópi stærstu olíufélaga heims og hefur fjárhaglega getu til að standa fyrir dýrum borunum í hafi. „Þarna vegast á fjárhagsleg áhætta þeirra sem eru að fara í þessa vinnslu og mögulegur ávinningur. Og allt er þetta í góðum lagaramma um auðlind, að mörgu leyti fyrirmynd auðlindalöggjafar, sá rammi sem er um þetta hér. Nú erum við líka komin með sterka aðila inn sem geta dregið vagninn. Þannig að ég er ánægður með á hvaða stað þetta er komið og vonast til þess að rannsóknaráætlanir gangi vel og að það verði hægt að segja frá einhverju skemmtilegu innan allt of margra ára,“ sagði Steinar Guðlaugsson.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15
Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15