Enski boltinn

Ótrúlegt jafntefli á Old Trafford

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Van Persie bjargaði stigi
Van Persie bjargaði stigi vísir/getty
Manchester United og Chelsea skildu jöfn 1-1 í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Manchester United jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skallaði Didier Drogba hornspyrnu Cesc Fabregas í netið á áttundu mínútu seinni hálfleiks.

Fyrir utan fínt færi sem Robin van Persie fékk í fyrri hálfleik náði Manchester United ekki að skapa sér teljandi færi þó liðið hafi átt mun fleiri marktilraunir en Chelsea þar til í lokin.

Gestirnir vörðust mjög vel eftir að þeir komust yfir en á þriðju mínútu uppbótartíma braut Branislav Ivanovic á Angel di Maria og fékk að líta sitt annað gula spjald. Robin van Persie skoraði svo eftir aukaspyrnuna og stal stigi fyrir Manchester United.

Chelsea er með 23 stig á toppi deildarinnar, fjórum stigum á undan Southampton. Manchester United er í 8. sæti þar sem liðið er með 13 stig í 9 leikjum.

Helstu atvik fyrri hálfleiks: Drogba kemur Chelsea yfir: Rauða spjaldið og jöfnunarmarkið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×