Höfða mál gegn borginni ef flugbraut tefur framkvæmdir Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2014 19:30 Framkvæmdastjóri Valsmanna hf. segir félagið vilja hefja uppbygginigu á nýju íþróttasvæði og hverfi á Hlíðarenda strax næsta vor. Ef deilur um minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar tefji framkvæmdirnar muni Valsmenn hefja málaferli við borgina til að verja fjárfestingu sína á svæðinu. Fyrir um áratug keyptu Valsmenn hf. land við endann á hinni umdeildu NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar til uppbyggingar. Spurningin er því hvað taki næst við hjá Valsmönnum? „Við höldum bara áfram því starfi sem við erum að vinna að. Það er á fullu hönnun. Það eru þrjár verkfræðistofur að vinna að undirbúningi jarðvegsframkvæmda. Við erum að teikna byggingarnefndarteikningar og munum skila þeim fyrir áramót. Þannig að okkar vinna er á fullri ferð í að undirbúa framkvæmdir,“ segir Brynjar Harðarson framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Framkvæmdanefnd svæðisins hefur fengið samþykkt að hefja megi gerð vegar sem á að skilja af íþróttasvæði Vals og væntanlegt byggingarsvæði Valsmanna og borgarinnar. Áætlanir Valsmanna ganga síðan út á að hefja framkvæmdir næsta vor. Brynjar segir lóðasamninga sem þinglýst var á síðasta ári hafa verið kvaðalausa. „Við viljum auðvitað byrja sem fyrst. Það er að mörgu leyti kraftaverk að við skulum hafa lifað af í tíu ár. Það má ekki gleyma því að skuldir gufa ekki upp og það ættu Íslendingar að hafa lært. Við greiddum hálfan milljarð fyrir landið hinn 11. maí 2005 og þær skuldir erum við búnir að vera með á bakinu í tíu ár. Það er útilokað að hægt sé að bera þann fjármagnskostnað í rauninni deginum lengur,“ segir Brynjar. Valsmenn hafi ekkert á móti Reykjavíkurflugvelli með tveimur flugbrautum og flugvöllurinn geti starfað áfram þrátt fyrir byggingu þessa svæðis. „Valsmenn taka enga afstöðu til flugvallarins og hafa ekkert á móti honum. En það er ekki til að vinna fyrir almannahagsmuni að berjast fyrir þessari braut og stoppa alla uppbyggingu í Reykjavík,“ segir Brynjar. Reykjavíkurborg geri sér grein fyrir afleiðingum þess ef flugbrautin stöðvi framkvæmdir. „Ef þessi plön okkar fara í einhverja frestun og við getum ekki staðið við okkar skuldbindingar þá snúum við okkur að sjálfsögðu að Reykjavíkurborg og förum með þann skaða á Reykjavíkurborg. Svo er það Reykjavíkurborgar að fara með skaðann á ríkið ef hún telur svo vera,“ segir Brynjar.Þú ert að tala um dómsmál? „Að sjálfsögðu,“ segir Brynjar Harðarson. Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Framkvæmdastjóri Valsmanna hf. segir félagið vilja hefja uppbygginigu á nýju íþróttasvæði og hverfi á Hlíðarenda strax næsta vor. Ef deilur um minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar tefji framkvæmdirnar muni Valsmenn hefja málaferli við borgina til að verja fjárfestingu sína á svæðinu. Fyrir um áratug keyptu Valsmenn hf. land við endann á hinni umdeildu NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar til uppbyggingar. Spurningin er því hvað taki næst við hjá Valsmönnum? „Við höldum bara áfram því starfi sem við erum að vinna að. Það er á fullu hönnun. Það eru þrjár verkfræðistofur að vinna að undirbúningi jarðvegsframkvæmda. Við erum að teikna byggingarnefndarteikningar og munum skila þeim fyrir áramót. Þannig að okkar vinna er á fullri ferð í að undirbúa framkvæmdir,“ segir Brynjar Harðarson framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Framkvæmdanefnd svæðisins hefur fengið samþykkt að hefja megi gerð vegar sem á að skilja af íþróttasvæði Vals og væntanlegt byggingarsvæði Valsmanna og borgarinnar. Áætlanir Valsmanna ganga síðan út á að hefja framkvæmdir næsta vor. Brynjar segir lóðasamninga sem þinglýst var á síðasta ári hafa verið kvaðalausa. „Við viljum auðvitað byrja sem fyrst. Það er að mörgu leyti kraftaverk að við skulum hafa lifað af í tíu ár. Það má ekki gleyma því að skuldir gufa ekki upp og það ættu Íslendingar að hafa lært. Við greiddum hálfan milljarð fyrir landið hinn 11. maí 2005 og þær skuldir erum við búnir að vera með á bakinu í tíu ár. Það er útilokað að hægt sé að bera þann fjármagnskostnað í rauninni deginum lengur,“ segir Brynjar. Valsmenn hafi ekkert á móti Reykjavíkurflugvelli með tveimur flugbrautum og flugvöllurinn geti starfað áfram þrátt fyrir byggingu þessa svæðis. „Valsmenn taka enga afstöðu til flugvallarins og hafa ekkert á móti honum. En það er ekki til að vinna fyrir almannahagsmuni að berjast fyrir þessari braut og stoppa alla uppbyggingu í Reykjavík,“ segir Brynjar. Reykjavíkurborg geri sér grein fyrir afleiðingum þess ef flugbrautin stöðvi framkvæmdir. „Ef þessi plön okkar fara í einhverja frestun og við getum ekki staðið við okkar skuldbindingar þá snúum við okkur að sjálfsögðu að Reykjavíkurborg og förum með þann skaða á Reykjavíkurborg. Svo er það Reykjavíkurborgar að fara með skaðann á ríkið ef hún telur svo vera,“ segir Brynjar.Þú ert að tala um dómsmál? „Að sjálfsögðu,“ segir Brynjar Harðarson.
Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira