Innlent

Myndbandið úr Höfðatorgi á raunhraða

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér eru glefsur úr myndbandinu.
Hér eru glefsur úr myndbandinu.

Myndband úr öryggismyndavél í bílakjallarnum við Höfðatorg vakti gífurlega eftir að það var birt í gær. Bæði hér á landi og erlendis. Margir erlendir miðlar birtu myndbandið og eru sífellt fleiri að bætast við.

Eins og sjá mátti á tímastimplinum í myndbandinu var það sýnt á tvöföldum hraða. Nú hefur það verið birt á netinu á raunhraða auk þess sem tekið er fram hvar myndbandið er klippt. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Albert Ómar Guðbrandsson er umsjónarmaður fasteigna og er húsnæðið við Höfðatorg meðal annars í hans umsjá. Hann birti myndbandið í gær, en atburðurinn gerðist fyrir þremur árum, eins og sjá má á tímastimplinum í myndbandinu. 

„Já, við höfum fengið margar áskoranir að birta myndbandið og ákváðum að gera það núna, eftir samtal við tryggingastjóra. Við vildum ekki birta þetta fyrr, en fannst þetta nú þannig myndband að það almenningur þyrfti að sjá það.“

Albert man vel eftir kvöldinu þegar þetta gerðist, en hringt var í hann. „Ég var staddur á norðausturhluta landsins og gat því ekki komið. En lögreglan var kölluð út auk sjúkraliða. Sem betur fer slasaðist enginn.“

Tjónið var umtalsvert, enda hurðin á bílakjallaranum dýr. 

„Já, ég reikna með að þetta hafi verið tjón upp á um það bil fimm milljónir króna,“ útskýrir hann.

Hér að neðan er svo myndbandið sem birtist í gær, á tvöföldum hraða.

Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×