Enski boltinn

Costa á sjúkrahús vegna veikinda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Óvíst er hvort að Diego Costa verði klár í slaginn þegar Chelsea mætir Manchester United í stórslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Fram kemur í enskum fjölmiðlum að hann hafi fengið aðhlynningu á sjúkrahúsi vegna veikinda. Hann er á batavegi en jafnvel þótt hann nái sér af fullu fyrir sunnudaginn er hann engu að síður tæpur vegna meiðsla í nára sem hann varð fyrir í landsleik með Spáni.

Costa hefur ekkert æft eftir landsleikjafríið en hann hefur verið lykilmaður í sóknarleik Chelsea á tímabilinu og skorað níu mörk í sjö deildarleikjum til þessa.

Loic Remy er einnig tæpur og því gæti það komið í hlut Didier Drogba að fara fyrir sóknarleik Chelsea á Old Trafford á sunnudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×