Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. október 2014 16:20 Benedikt Hákon Bjarnason. vísir/stefán Benedikt Hákon Bjarnason, fjölfatlaður maður sem nauðsynlega þarf á sólarhringsaðstoð að halda, hefur stefnt Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Benedikt fer fram á að felld verði út gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun á beiðni hans um sólarhringsaðstoð. Nú þegar fær hann aðstoð frá Reykjavíkurborg á daginn, eða í 16 klukkustundir á dag. Þá fer hann fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur í ljósi þess að aðstandendur og starfsmenn hafa aðstoðað hann launalaust í átta klukkustundir á dag síðustu ár. Í stefnunni segir að Benedikt gæti orðið fyrir stórtjóni sé hann án eftirlits, bæði vegna fötlunar hans en einnig vegna mikillar flogaveiki. Hann hefur ítrekað óskað eftir að honum verði veitt aðstoð í samræmi við fötlun hans en hefur honum ávallt verið synjað. Að mati Elíasar Ólafssonar, yfirlæknis á taugalækningadeild Landspítalans, þarf Benedikt aðstoð við alla þætti daglegs lífs, hann tali ekki og geti ekki verið einn. „Það er óumdeild læknisfræðileg staðreynd, sem jafnframt er hverjum manni ljós sem hittir stefnanda í fyrsta skipti, að hann þarf á sólarhringsaðstoð þar sem honum er ókleift að sjá um sig sjálfur,“ segir í stefnunni. Benedikt hefur búið á eigin heimili með stuðningi stjórnvalda og aðstandenda frá 2001. Hann fékk fyrstur fjölfatlaðra manna að taka þátt í tilraunaverkefni sem aðstandendur hans komu á fót og svipar til þess sem nú hefur verið fært í lög um málefni fatlaðs fólks undir heitinu Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA). Greiðslur vegna verkefnisins hafa þó ekki staðið undir sér en samkvæmt stefnu fær hann greiddar um 1,6 milljónir króna sem eiga að fara í laun starfsmanna. Frá byrjun árs 2011 hefur móðir Benedikts, Dóra S. Bjarnadóttir, ítrekað beðist þess að komið væri til móts við þörf og nauðsyn sonar síns fyrir aukna þjónustu. „Þeim fjölmörgu beiðnum hefur ýmist verið hafnað án rökstuðnings eða ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti,“ segir í stefnunni. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tengdar fréttir Endurheimti hjólastólinn og fékk lögregluderhúfu í kaupbæti Fatlaður maður sem lenti í því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann fór í göngutúr í Elliðaárdalnum fékk stólinn aftur í dag. Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn í gær og höfðu samband við lögreglu. 7. nóvember 2011 21:00 Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00 Hjólastóllinn kominn í leitirnar Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. 7. nóvember 2011 12:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Benedikt Hákon Bjarnason, fjölfatlaður maður sem nauðsynlega þarf á sólarhringsaðstoð að halda, hefur stefnt Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Benedikt fer fram á að felld verði út gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun á beiðni hans um sólarhringsaðstoð. Nú þegar fær hann aðstoð frá Reykjavíkurborg á daginn, eða í 16 klukkustundir á dag. Þá fer hann fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur í ljósi þess að aðstandendur og starfsmenn hafa aðstoðað hann launalaust í átta klukkustundir á dag síðustu ár. Í stefnunni segir að Benedikt gæti orðið fyrir stórtjóni sé hann án eftirlits, bæði vegna fötlunar hans en einnig vegna mikillar flogaveiki. Hann hefur ítrekað óskað eftir að honum verði veitt aðstoð í samræmi við fötlun hans en hefur honum ávallt verið synjað. Að mati Elíasar Ólafssonar, yfirlæknis á taugalækningadeild Landspítalans, þarf Benedikt aðstoð við alla þætti daglegs lífs, hann tali ekki og geti ekki verið einn. „Það er óumdeild læknisfræðileg staðreynd, sem jafnframt er hverjum manni ljós sem hittir stefnanda í fyrsta skipti, að hann þarf á sólarhringsaðstoð þar sem honum er ókleift að sjá um sig sjálfur,“ segir í stefnunni. Benedikt hefur búið á eigin heimili með stuðningi stjórnvalda og aðstandenda frá 2001. Hann fékk fyrstur fjölfatlaðra manna að taka þátt í tilraunaverkefni sem aðstandendur hans komu á fót og svipar til þess sem nú hefur verið fært í lög um málefni fatlaðs fólks undir heitinu Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA). Greiðslur vegna verkefnisins hafa þó ekki staðið undir sér en samkvæmt stefnu fær hann greiddar um 1,6 milljónir króna sem eiga að fara í laun starfsmanna. Frá byrjun árs 2011 hefur móðir Benedikts, Dóra S. Bjarnadóttir, ítrekað beðist þess að komið væri til móts við þörf og nauðsyn sonar síns fyrir aukna þjónustu. „Þeim fjölmörgu beiðnum hefur ýmist verið hafnað án rökstuðnings eða ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti,“ segir í stefnunni. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Tengdar fréttir Endurheimti hjólastólinn og fékk lögregluderhúfu í kaupbæti Fatlaður maður sem lenti í því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann fór í göngutúr í Elliðaárdalnum fékk stólinn aftur í dag. Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn í gær og höfðu samband við lögreglu. 7. nóvember 2011 21:00 Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00 Hjólastóllinn kominn í leitirnar Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. 7. nóvember 2011 12:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Endurheimti hjólastólinn og fékk lögregluderhúfu í kaupbæti Fatlaður maður sem lenti í því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann fór í göngutúr í Elliðaárdalnum fékk stólinn aftur í dag. Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn í gær og höfðu samband við lögreglu. 7. nóvember 2011 21:00
Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00
Hjólastóllinn kominn í leitirnar Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. 7. nóvember 2011 12:15