Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 22. október 2014 13:56 Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. Hann er ekki á leiðinni þaðan í náinni framtíð. En eftir að hamarinn sló 10 ár og gæsluvarðhald í Danmörku ákvað hann að nú væri ruglið að baki. Hann ætlar að snúa við blaðinu, byggja sig upp fyrir nýtt og heiðarlegt líf. Brestir fá að fylgjast með og við byrjum á því að kynnast Ágústi og skyggnast milliliðalaust inn í tilveru hans á Hrauninu. Teymi frá Brestum fylgdi Ágústi eftir nánast hvert fótmál, frá því hann vaknaði upp úr sjö að morgni einn mánudag í september og þar til klefanum var læst klukkan tíu að kvöldi. Sjónvarpsáhorfendur fá tækifæri til að kynnast lífinu á Litla-Hrauni frá fyrstu hendi. Markmiðið er að leita svara við því, hvort afplánun á Hrauninu sé betrun eða refsing. Lífið á Hrauninu í 2. þætti Bresta er á dagskrá Stöðvar 2, mánudagskvöldið 27. október kl. 20:35. Í þáttunum rýna forvitnir umsjónarmenn í bresti samfélagsins, gægjast undir yfirborðið og fylgjast með því sem fram fer fyrir luktum dyrum. Þeir fara með myndavélar þangað sem fréttamenn fara að jafnaði ekki og spjalla við fólk sem sjaldan sést í mynd.Umsjónarmenn Bresta eru Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir. Myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson leikstjóri. Leiðrétting 27. október: Í þessari frétt stóð upprunalega að þetta væri sennilega í fyrsta sinn sem sýnt væri frá Litla-Hrauni í sjónvarpi á þennan hátt. Bent hefur verið á að þetta er ekki rétt. Fréttaskýringaþátturinn Kompás fékk einnig að taka upp í fangelsinu árið 2006. Brestir Tengdar fréttir Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. Hann er ekki á leiðinni þaðan í náinni framtíð. En eftir að hamarinn sló 10 ár og gæsluvarðhald í Danmörku ákvað hann að nú væri ruglið að baki. Hann ætlar að snúa við blaðinu, byggja sig upp fyrir nýtt og heiðarlegt líf. Brestir fá að fylgjast með og við byrjum á því að kynnast Ágústi og skyggnast milliliðalaust inn í tilveru hans á Hrauninu. Teymi frá Brestum fylgdi Ágústi eftir nánast hvert fótmál, frá því hann vaknaði upp úr sjö að morgni einn mánudag í september og þar til klefanum var læst klukkan tíu að kvöldi. Sjónvarpsáhorfendur fá tækifæri til að kynnast lífinu á Litla-Hrauni frá fyrstu hendi. Markmiðið er að leita svara við því, hvort afplánun á Hrauninu sé betrun eða refsing. Lífið á Hrauninu í 2. þætti Bresta er á dagskrá Stöðvar 2, mánudagskvöldið 27. október kl. 20:35. Í þáttunum rýna forvitnir umsjónarmenn í bresti samfélagsins, gægjast undir yfirborðið og fylgjast með því sem fram fer fyrir luktum dyrum. Þeir fara með myndavélar þangað sem fréttamenn fara að jafnaði ekki og spjalla við fólk sem sjaldan sést í mynd.Umsjónarmenn Bresta eru Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir. Myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson leikstjóri. Leiðrétting 27. október: Í þessari frétt stóð upprunalega að þetta væri sennilega í fyrsta sinn sem sýnt væri frá Litla-Hrauni í sjónvarpi á þennan hátt. Bent hefur verið á að þetta er ekki rétt. Fréttaskýringaþátturinn Kompás fékk einnig að taka upp í fangelsinu árið 2006.
Brestir Tengdar fréttir Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00