Eyddi viku á KFC eftir að kærastinn hætti með henni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. október 2014 10:46 Hér er mynd frá einum veitingastað í KFC. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti. Hin kínverska 26 ára Tan Shen fór svöng inn á KFC-veitingastað, sem er við lestarstöð í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína, og kom út viku seinna. Tan leið ekki vel eftir að kærastinn hennar hafði hætt með henni og þegar hungrið sótti á hana ákvað hún að kjúklingavængir frá KFC væru svarið. „Ég ætlaði ekki að vera lengi þarna inni. Mig langaði bara í kjúklingavængi,“ segir Tan í samtali við fréttavef Yahoo og heldur áfram: „En þegar ég byrjaði að borða rann upp fyrir mér að ég þyrfti tíma til að hugsa.“ Raunar fannst henni hún þurfa svo langan tíma til að hugsa að hún taldi rétt að tilkynna sig veika hjá vinnuveitanda. „Mér leið bara hræðilega,“ útskýrir hún. Tan segist hafa verið að flýja raunveruleikann á einhvern hátt með því að eyða viku á veitingastaðnum. „Ég vildi ekki fara heim í íbúðina mína því hún var uppfull af hlutum sem minntu mig á hann,“ bætir hún við og vísar þar til kærastans sem hætti með henni. Starfsfólk KFC var farið að hafa áhyggjur af Tan, eftir nokkurra daga veru á staðnum. „Staðurinn er opinn allan sólarhringinn og við fáum fullt af fólki til okkar. Fyrst held ég að ekkert okkar hafi tekið eftir henni,“ segir Jiang Li, sem vinnur á staðnum og bætir við: „Eftir nokkra daga fór maður að kannast við hana. Svo rann það upp fyrir manni að maður hafi afgreitt hana þrjá daga í röð og að hún hafi aldrei farið af staðnum.“ Jiang Li segir að starfsfólk staðarins haf spurt hana hvort ekki væri allt í góðu og að Tan hafi bara sagst vilja tíma til að hugsa. „Og svo bað hún um fleiri kjúklingavængi og stóran skammt af frönskum.“ Hann bætir við að starfsmennirnir hafi ekki sett út á þessa löngu veru Tan á staðnum því hún hafi ekki verið að skaða sig né verið til vandræða. „Og svo var hún viðskiptavinur og borgaði fyrir matinn sinn.“ Eftir að Tan hafði eytt nokkrum dögum á staðnum fóru fjölmiðlar í Kína að sýna málinu áhuga. Eftir vikudvöl á staðnum ákvað Tan að það væri komið nóg af vængjum og athygli og ákvað að fara til foreldra sinna. „Ég þufrti bara að komast frá öllu og ég var búin að fá nóg af bragðinu af kjúklingi.“ Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Hin kínverska 26 ára Tan Shen fór svöng inn á KFC-veitingastað, sem er við lestarstöð í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína, og kom út viku seinna. Tan leið ekki vel eftir að kærastinn hennar hafði hætt með henni og þegar hungrið sótti á hana ákvað hún að kjúklingavængir frá KFC væru svarið. „Ég ætlaði ekki að vera lengi þarna inni. Mig langaði bara í kjúklingavængi,“ segir Tan í samtali við fréttavef Yahoo og heldur áfram: „En þegar ég byrjaði að borða rann upp fyrir mér að ég þyrfti tíma til að hugsa.“ Raunar fannst henni hún þurfa svo langan tíma til að hugsa að hún taldi rétt að tilkynna sig veika hjá vinnuveitanda. „Mér leið bara hræðilega,“ útskýrir hún. Tan segist hafa verið að flýja raunveruleikann á einhvern hátt með því að eyða viku á veitingastaðnum. „Ég vildi ekki fara heim í íbúðina mína því hún var uppfull af hlutum sem minntu mig á hann,“ bætir hún við og vísar þar til kærastans sem hætti með henni. Starfsfólk KFC var farið að hafa áhyggjur af Tan, eftir nokkurra daga veru á staðnum. „Staðurinn er opinn allan sólarhringinn og við fáum fullt af fólki til okkar. Fyrst held ég að ekkert okkar hafi tekið eftir henni,“ segir Jiang Li, sem vinnur á staðnum og bætir við: „Eftir nokkra daga fór maður að kannast við hana. Svo rann það upp fyrir manni að maður hafi afgreitt hana þrjá daga í röð og að hún hafi aldrei farið af staðnum.“ Jiang Li segir að starfsfólk staðarins haf spurt hana hvort ekki væri allt í góðu og að Tan hafi bara sagst vilja tíma til að hugsa. „Og svo bað hún um fleiri kjúklingavængi og stóran skammt af frönskum.“ Hann bætir við að starfsmennirnir hafi ekki sett út á þessa löngu veru Tan á staðnum því hún hafi ekki verið að skaða sig né verið til vandræða. „Og svo var hún viðskiptavinur og borgaði fyrir matinn sinn.“ Eftir að Tan hafði eytt nokkrum dögum á staðnum fóru fjölmiðlar í Kína að sýna málinu áhuga. Eftir vikudvöl á staðnum ákvað Tan að það væri komið nóg af vængjum og athygli og ákvað að fara til foreldra sinna. „Ég þufrti bara að komast frá öllu og ég var búin að fá nóg af bragðinu af kjúklingi.“
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira