„Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. október 2014 10:34 Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Eins og komið hefur fram fékk embætti ríkislögreglustjóra 150 MP5 hríðskotabyssur afhentar frá Norðmönnum án þess að nokkur umræða hafi farið fram um það í þinginu og án þess að sett hafi verið reglugerð af dómsmálaráðherra um umgengni við skotvopnin. Vopnin fóru til lögregluembættanna og er það ákvörðun lögreglustjóra í umrætt sinn hvort beita eigi vopnunum. Þá hefur nokkrum lögreglubílum verið breytt til að koma fyrir sérstöku læstu hólfi fyrir skotvopnin. Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði í Kastljósi í gær að landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um að íslenska lögreglan fékk vopninn frá Norðmönnum.Norski herinn afhenti vopnin „Eina sem ég get sagt er að við eigum ekki kjarnorkuvopn. Við munum ekki tjá okkur um vopn Landhelgisgæslunnar nema að fyrirskipan ráðherra eða samkvæmt úrskurði um upplýsingamál,“ segir Georg Lárusson. Kjarninn greindi frá því í morgun að það hafi verið norski herinn sem afhenti vopnin en ekki norska lögreglan. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang frá því í júlí síðastliðnum var jafnframt greint frá því að norska lögreglan hafi vitað af MP5 byssunum á lager hjá norska hernum og óskað eftir þeim, en ekki fengið.Jón Bjartmarz fullyrðir að Landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um afhendingu þessara MP5 riffla. Hvernig gekk það fyrir sig? „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þessi vopn sem lögreglan hefur undir höndum eru til komin en ég get kynnt mér það. Á þessari stundu hef ég ekki nægar upplýsingar til að segja þér neitt um málið. Við erum í miklu og nánu samstarfi við lögregluna. Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur eða eign okkar. Það er útilokað að starfsmenn hafi afhent lögreglunni byssurnar án minnar vitneskju,“ segir Georg. Svo virðist sem Jón Bjartmarz hafi verið áhugasamur um aukið aðgengi lögreglumanna að skotvopnum um nokkra hríð. Hinn 4. desember 2012 sagði hann tímabært að ræða þann möguleika að lögreglumenn ættu aðgang að vopnum í lögreglubílum, líkt og er í Noregi. Þessi ummæli lét hann falla á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
„Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Eins og komið hefur fram fékk embætti ríkislögreglustjóra 150 MP5 hríðskotabyssur afhentar frá Norðmönnum án þess að nokkur umræða hafi farið fram um það í þinginu og án þess að sett hafi verið reglugerð af dómsmálaráðherra um umgengni við skotvopnin. Vopnin fóru til lögregluembættanna og er það ákvörðun lögreglustjóra í umrætt sinn hvort beita eigi vopnunum. Þá hefur nokkrum lögreglubílum verið breytt til að koma fyrir sérstöku læstu hólfi fyrir skotvopnin. Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði í Kastljósi í gær að landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um að íslenska lögreglan fékk vopninn frá Norðmönnum.Norski herinn afhenti vopnin „Eina sem ég get sagt er að við eigum ekki kjarnorkuvopn. Við munum ekki tjá okkur um vopn Landhelgisgæslunnar nema að fyrirskipan ráðherra eða samkvæmt úrskurði um upplýsingamál,“ segir Georg Lárusson. Kjarninn greindi frá því í morgun að það hafi verið norski herinn sem afhenti vopnin en ekki norska lögreglan. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang frá því í júlí síðastliðnum var jafnframt greint frá því að norska lögreglan hafi vitað af MP5 byssunum á lager hjá norska hernum og óskað eftir þeim, en ekki fengið.Jón Bjartmarz fullyrðir að Landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um afhendingu þessara MP5 riffla. Hvernig gekk það fyrir sig? „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þessi vopn sem lögreglan hefur undir höndum eru til komin en ég get kynnt mér það. Á þessari stundu hef ég ekki nægar upplýsingar til að segja þér neitt um málið. Við erum í miklu og nánu samstarfi við lögregluna. Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur eða eign okkar. Það er útilokað að starfsmenn hafi afhent lögreglunni byssurnar án minnar vitneskju,“ segir Georg. Svo virðist sem Jón Bjartmarz hafi verið áhugasamur um aukið aðgengi lögreglumanna að skotvopnum um nokkra hríð. Hinn 4. desember 2012 sagði hann tímabært að ræða þann möguleika að lögreglumenn ættu aðgang að vopnum í lögreglubílum, líkt og er í Noregi. Þessi ummæli lét hann falla á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál.
Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32
Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10
Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07
Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent