Innlent

Þrjár stúlkur reyndu að komast til Sýrlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Alríkislögreglan Bandaríkjanna rannsakar nú hvort þjár táningsstúlkur frá Denver hafi ætlað að ganga til liðs við Íslamska ríkið í Sýrlandi. Um er að ræða tvær systur sem eru 17 og 15 ára og 16 ára vinkonu þeirra, en systurnar eru ættaðar frá Sómalíu og vinkona þeirra frá Súdan.

Feður þeirra sögðu þær vera týndar eftir að þær mættu ekki í skólann á föstudaginn og höfðu tekið vegabréf sín og tvö þúsund dali að heiman. Þær voru stöðvaðar í Þýskalandi á leið sinni til Tyrklands, samkvæmt AP fréttaveitunni.

https://bigstory.ap.org/article/958deec1808b4235a11aae75891cbf2b/fbi-denver-girls-may-have-tried-join-jihadis

Lögreglumenn rannsaka nú af hverju stúlkurnar hafi ætlað til Sýrlands og hvort einhverjir úr vinahópi þeirra hafi svipaðar hugmyndir.

Fyrir mánuði síðan viðurkenndi hin 19 ára Shannon Conley að hún ætlaði að ganga til liðs við IS. Sú hefur sagt lögreglumönnum að hún hafi ætlað að giftast manni sem hún hafi kynnst á netinu. Sá sagðist berjast með IS í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×