Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2014 19:07 Norska lögreglan gaf þeirri íslensku 150 hríðskotabyssur á síðasta ári sem ætlaðar eru til nota almennu lögreglunnar og leysa af hólmi vopn sem sum eru allt frá því á stríðsárunum. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir það undir einstökum lögreglustjórum hvort vopnin séu höfð í lögreglubílum en þau séu það ekki á höfuðborgarsvæðinu.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi keypt 200 MP5 vélbyssur og nokkuð magn af Glock skammbyssum og til standi að þessi vopn verði í öllum lögreglubílum landsins. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir þetta ekki rétt. „Það stendur ekki til og það er háð ákvörðun lögreglustjóranna sjálfra hvort þeir telji þörf á því,“ segir Jón.Hvað eru þetta margar byssur og hvaðan koma þær og þurfti lögreglan að greiða mikið fyrir þær?„Nei, það vildi svo til að við fengum þær frá Noregi sem gjöf. Það hitti þannig á að viðkomandi aðilar voru að afleggja notkun á þessari tegund af vopnum og skipta yfir í aðra tegund,“ segir Jón. Norðmenn hafi gefið íslensku lögreglunni 150 hríðskotabyssur og hafi 35 þeirra verið teknar í notkun við þjálfun. Það sé því ekki rétt að lögregla hafi notað viðbótarfjármagn til uppbyggingar lögreglunnar í kaup á vopnum. Síðast hafi verið keyptar skammbyssur árið 2012 og enginn vilji til að lögreglumenn verði almennt vopanðir.Megum við búast við því t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu að lögregla hafi þessi vopn í bílunum?„Nú er rétt að taka fram að lögreglan hefur alla tíð haft aðgang að vopnum. Þau hafa hins vegar að jafnaði verið staðsett á lögreglustöðvum. Þau hafa í raun alltaf verið til þess að lögreglan geti vopnast þegar um það er að ræða að þörf er á umfangsmiklu öryggisgæsluverkefni, t.d eins og á NATO fundinum 2002. Og eins til þess að geta vopnast þegar um byssumál er að ræða. Það er ekki forsvaranlegt að senda óvopnaða lögreglumenn á móti mönnum vopnuðum skotvopnum,“ segir Jón. Enginn vilji sé hins vegar til að lögreglumenn verði almennt vopnaðir. „Nú er það alveg skýr stefna og vilji yfirmanna lögreglu og lögreglumanna að lögreglan gangi ekki um vopnuð dagsdaglega. Það eru engar raddir um að hún ætti að gera það,“ segir Jón. Vegna fjarlægða séu skammbyssur í lögreglubílum sumstaðar á landsbyggðinni og þá í læstum hólfum og ekki megi grípa til þeirra nema með leyfi yfirmanna. „Sérsveitin er náttúrlega búin að vera með vopn í útkallsbílunum allt frá árinu 1992. En það eru nokkur ár síðan nokkur lögreglulið úti á landi færðu skammbyssur af lögreglustöðvum út í bíla. Þá er það sérstaklega þar sem vegalengdir eru miklar en það eru ekki öll lögreglulið,“ segir Jón og þannig sé það ekki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Sigmundur á Facebook: „Sumir ættu að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo“ Forsætisráðherra sagður gera lítið úr umræðu um nýjar hríðskotabyssur lögreglu með ummælum á Facebook. 21. október 2014 19:07 Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12 Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53 Stefnubreyting ef vopna á lögregluna Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum. 21. október 2014 12:52 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Norska lögreglan gaf þeirri íslensku 150 hríðskotabyssur á síðasta ári sem ætlaðar eru til nota almennu lögreglunnar og leysa af hólmi vopn sem sum eru allt frá því á stríðsárunum. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir það undir einstökum lögreglustjórum hvort vopnin séu höfð í lögreglubílum en þau séu það ekki á höfuðborgarsvæðinu.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi keypt 200 MP5 vélbyssur og nokkuð magn af Glock skammbyssum og til standi að þessi vopn verði í öllum lögreglubílum landsins. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir þetta ekki rétt. „Það stendur ekki til og það er háð ákvörðun lögreglustjóranna sjálfra hvort þeir telji þörf á því,“ segir Jón.Hvað eru þetta margar byssur og hvaðan koma þær og þurfti lögreglan að greiða mikið fyrir þær?„Nei, það vildi svo til að við fengum þær frá Noregi sem gjöf. Það hitti þannig á að viðkomandi aðilar voru að afleggja notkun á þessari tegund af vopnum og skipta yfir í aðra tegund,“ segir Jón. Norðmenn hafi gefið íslensku lögreglunni 150 hríðskotabyssur og hafi 35 þeirra verið teknar í notkun við þjálfun. Það sé því ekki rétt að lögregla hafi notað viðbótarfjármagn til uppbyggingar lögreglunnar í kaup á vopnum. Síðast hafi verið keyptar skammbyssur árið 2012 og enginn vilji til að lögreglumenn verði almennt vopanðir.Megum við búast við því t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu að lögregla hafi þessi vopn í bílunum?„Nú er rétt að taka fram að lögreglan hefur alla tíð haft aðgang að vopnum. Þau hafa hins vegar að jafnaði verið staðsett á lögreglustöðvum. Þau hafa í raun alltaf verið til þess að lögreglan geti vopnast þegar um það er að ræða að þörf er á umfangsmiklu öryggisgæsluverkefni, t.d eins og á NATO fundinum 2002. Og eins til þess að geta vopnast þegar um byssumál er að ræða. Það er ekki forsvaranlegt að senda óvopnaða lögreglumenn á móti mönnum vopnuðum skotvopnum,“ segir Jón. Enginn vilji sé hins vegar til að lögreglumenn verði almennt vopnaðir. „Nú er það alveg skýr stefna og vilji yfirmanna lögreglu og lögreglumanna að lögreglan gangi ekki um vopnuð dagsdaglega. Það eru engar raddir um að hún ætti að gera það,“ segir Jón. Vegna fjarlægða séu skammbyssur í lögreglubílum sumstaðar á landsbyggðinni og þá í læstum hólfum og ekki megi grípa til þeirra nema með leyfi yfirmanna. „Sérsveitin er náttúrlega búin að vera með vopn í útkallsbílunum allt frá árinu 1992. En það eru nokkur ár síðan nokkur lögreglulið úti á landi færðu skammbyssur af lögreglustöðvum út í bíla. Þá er það sérstaklega þar sem vegalengdir eru miklar en það eru ekki öll lögreglulið,“ segir Jón og þannig sé það ekki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Sigmundur á Facebook: „Sumir ættu að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo“ Forsætisráðherra sagður gera lítið úr umræðu um nýjar hríðskotabyssur lögreglu með ummælum á Facebook. 21. október 2014 19:07 Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12 Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53 Stefnubreyting ef vopna á lögregluna Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum. 21. október 2014 12:52 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32
Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10
Sigmundur á Facebook: „Sumir ættu að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo“ Forsætisráðherra sagður gera lítið úr umræðu um nýjar hríðskotabyssur lögreglu með ummælum á Facebook. 21. október 2014 19:07
Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12
Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53
Stefnubreyting ef vopna á lögregluna Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum. 21. október 2014 12:52