Erlent

Gys gert að Svíum vegna kafbátaleitarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Kann sundferð Vladimír Pútín um skerjagarðinn að vera ástæða leitarinnar?
Kann sundferð Vladimír Pútín um skerjagarðinn að vera ástæða leitarinnar?
Rússneskir fjölmiðlar hafa tekið saman nokkrar gamansamar kenningar um hvað kunni að leynast í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Leit sænska sjóhersins hefur staðið yfir síðan á föstudag en litlu skilað. 

Moscow Times spyr meðal annars hvort sæskrímslið Nessie kunni að vera ástæða leitarinnar og birtir svo nokkrar spaugsamar Twitter-færslur um leitina.

Sverker Göranson, yfirmaður sænska hersins, mun funda með varnarmálanefnd sænska þingsins síðar í dag.


Tengdar fréttir

Hafna fullyrðingum um kafbát í vanda

Leit sænska sjóhersins að kafbáti í sænska Skerjagarðinum hefur engan árangur borið. Talið er að kafbáturinn sé rússneskur og eigi við einhvers konar vélarbilun að stríða en Rússar vísa þessum fullyrðingum á bug.

Leitin skilar litlum árangri

Sænski herinn hélt í gær áfram að leita að óþekktu neðansjávarfarartæki í sænska skerjagarðinum úti fyrir Stokkhólmi. Grunur hefur beinst að Rússum, en engar staðfestingar fengist á neinu frekar en fyrri daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×