Innlent

Bílvelta í Biskupstungum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglan á Selfossi glímdi við fjölmörg önnur. Má nefna hávaða frá íbúð, ágreining á milli aðila sem hefur verið áberandi í haust vítt og breitt um sýsluna. Þau verkefni geta verið mjög tímafrek.
Lögreglan á Selfossi glímdi við fjölmörg önnur. Má nefna hávaða frá íbúð, ágreining á milli aðila sem hefur verið áberandi í haust vítt og breitt um sýsluna. Þau verkefni geta verið mjög tímafrek. Vísir/Pjetur
Hálka gerði ökumanni fólksbifreiðar á Biskupstungnabraut við Borg erfitt fyrir um klukkan hálf sjö í morgun. Maðurinn missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að bíllinn fór útaf veginum og valt. Ökumaðurinn sem var einn í bílnum slapp með minniháttar meiðsl. Vegfarandi sem átti leið hjá tók manninn upp í bíl sinn og ók honum á heilsugæslustöðina á Selfossi.

Í dagbók lögreglunnar á Selfossi fyrir síðustu viku kemur meðal annars fram að lögregla hafi haft afskipti af unglingahóp sem fengið hafði ungan mann til að kaupa fyrir sig áfengi í Vínbúðinni. Lögregla gerði áfengið upptækt en unglingarnir höfðu þegar greitt fyrir áfengið og fengið afhent. Ungi maðurinn var farinn þegar lögreglu bar að garði en vitað er um hvern ræðir. Barnaverndaryfirvöldum hefur verið tilkynnt um atvikið.

Eldur kviknaði í gömlum jeppa á bæ í Ölfusinu síðastliðinn fimmtudag. Verið var að rífa jeppann niður í varahluti þegar neistar frá slípirokk kveiktu eldinn. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu slökktu eldinn sem barst í sinu og að verkfæraskemmu. Ekki varð tjón á skemmunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×