Fékk nóg af ruðningi og hvarf út í buskann 30. október 2014 15:00 Kitterman er hér annar frá vinstri. Stjúpsonurinn er lengst til hægri. Saga áhorfandans sem hvarf á NFL-leik síðasta fimmtudag er ein sú furðulegasta sem hefur heyrst lengi. Maðurinn er kominn í leitirnar, heill á húfi. Maðurinn heitir Paul Kitterman og fékk óvænt miða á leik Denver Broncos og San Diego Chargers. Hann býr talsvert í burtu en lét sig hafa það að fara á völlinn með stjúpsyni sínum og tveimur öðrum ættingjum. Fór vel á með þeim á leiknum. Strákarnir fengu sér nokkra öllara og allir hressir. Það er að segja þar til Kitterman gufaði upp og stjúpsonurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann væri. Kitterman var ekki með síma þannig að ekki náðist í hann. Upphófst allsherjar leit að manninum og var meðal annars leitað á öllum leikvangnum. Lýst var eftir honum á landsvísu í helstu fjölmiðlum en án árangurs. Menn voru ráðþrota. Fimm dögum eftir hvarfið dúkkar Kitterman óvænt upp. Hann fannst þá á bílastæði Hjálpræðishersins í bænum Pueblo sem er tæpum 200 kílómetrum frá vellinum. Þegar maðurinn var spurður út í hvarfið sagðist hann einfaldlega hafa fengið nóg af ruðningi og því ákveðið að labba burt. Hann hefur gaman af því að labba og vildi komast á heitari stað. Hann labbaði því suður. Kitterman sá þó enga ástæðu til þess að láta vita af sér og hafði ekki hugmynd um að verið væri að leita að honum. Hann hafði ekkert horft á sjónvarp. Hann var ansi þreyttur er hann fannst og átti erfitt með að labba. Að öðru leyti var hann heill heilsu. Kitterman verður ekki kærður fyrir neitt. „Þetta er fullorðinn maður. Hann má gera það sem hann vill og hann braut ekki nein lög," sagði lögreglan. Fjölskyldan telur að hann hafi orðið fyrir einhvers konar áfalli. Hann var með lítinn pening á sér og svaf í runnum á leið sinni í hitann. Kitterman slakar nú á og safnar kröftum eftir þessa ævintýraför. NFL Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira
Saga áhorfandans sem hvarf á NFL-leik síðasta fimmtudag er ein sú furðulegasta sem hefur heyrst lengi. Maðurinn er kominn í leitirnar, heill á húfi. Maðurinn heitir Paul Kitterman og fékk óvænt miða á leik Denver Broncos og San Diego Chargers. Hann býr talsvert í burtu en lét sig hafa það að fara á völlinn með stjúpsyni sínum og tveimur öðrum ættingjum. Fór vel á með þeim á leiknum. Strákarnir fengu sér nokkra öllara og allir hressir. Það er að segja þar til Kitterman gufaði upp og stjúpsonurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann væri. Kitterman var ekki með síma þannig að ekki náðist í hann. Upphófst allsherjar leit að manninum og var meðal annars leitað á öllum leikvangnum. Lýst var eftir honum á landsvísu í helstu fjölmiðlum en án árangurs. Menn voru ráðþrota. Fimm dögum eftir hvarfið dúkkar Kitterman óvænt upp. Hann fannst þá á bílastæði Hjálpræðishersins í bænum Pueblo sem er tæpum 200 kílómetrum frá vellinum. Þegar maðurinn var spurður út í hvarfið sagðist hann einfaldlega hafa fengið nóg af ruðningi og því ákveðið að labba burt. Hann hefur gaman af því að labba og vildi komast á heitari stað. Hann labbaði því suður. Kitterman sá þó enga ástæðu til þess að láta vita af sér og hafði ekki hugmynd um að verið væri að leita að honum. Hann hafði ekkert horft á sjónvarp. Hann var ansi þreyttur er hann fannst og átti erfitt með að labba. Að öðru leyti var hann heill heilsu. Kitterman verður ekki kærður fyrir neitt. „Þetta er fullorðinn maður. Hann má gera það sem hann vill og hann braut ekki nein lög," sagði lögreglan. Fjölskyldan telur að hann hafi orðið fyrir einhvers konar áfalli. Hann var með lítinn pening á sér og svaf í runnum á leið sinni í hitann. Kitterman slakar nú á og safnar kröftum eftir þessa ævintýraför.
NFL Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira