Olíuævintýrið heldur bara áfram hjá Norðmönnum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. nóvember 2014 10:30 Grafísk mynd af fyrirhuguðum vinnslupöllum á Johan Sverdrup-svæðinu í Norðursjó. Statoil tilkynnti á mánudag að uppbygging fyrsta áfanga á nýju olíusvæði í Norðursjó, Johan Sverdrup, kallaði á 51.000 ársverk. Tilkynningin birtist eftir stöðugar fréttir í haust af uppsögnum í norska olíugeiranum vegna lækkandi olíuverðs en áætlað er að yfir sjöþúsund manns hafi verið sagt upp störfum. „Áfram olíuveisla á gullströndinni“ var fyrirsögn fréttaskýringar Stavanger Aftenblad í framhaldi af frétt Statoil. Þar var bent á að aldrei hefðu jafnmargir Norðmenn starfað við olíuiðnaðinn og aldrei hefði norskt samfélag verið svo háð honum. Sérfræðinga greindi hins vegar á um hvort Noregur væri á leið fram af hengifluginu eða hvort stefndi í velheppnað eftirpartí. Allt frá því olíulindirnir fundust á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó árið 1969 hafa Norðmenn spurt sig hvenær ævintýrinu myndi ljúka. „Nú er enn og aftur búið að aflýsa kreppu í olíugeiranum,“ voru viðbrögð Terje Strøm, aðalhagfræðings greiningarfyrirtækisins Nyanalyse, í viðtali við blaðið. Bent var á að uppbyggingin á Johan Sverdrup-svæðinu þýddi mill 12.000 og 17.000 störf á hverju ári á árabilinu 2016 til 2024. „Sannleikurinn er sá að Norðmenn hafa aldrei gert betur,“ sagði Terje Strøm. „Þeir sem enn og aftur eru farnir að tala um sólarlag á norska landgrunninu geta hætt því, eins og síðast.“ Hann giskaði á að meirihluti þeirra sem fengið hefðu uppsagnarbréf í haust væri þegar kominn með nýtt starf, annaðhvort í sama iðnaði eða á öðrum stað í Noregi. Áætlanir Statoil um fyrsta áfanga Johan Sverdrup-svæðisins gera ráð fyrir að á 50 árum verði framleiðsluverðmætið 1.350 milljarðar norskra króna. Af því muni norska ríkið fá 670 milljarða norskra króna í beina fyrirtækjaskatta af olíulindinni, eða sem svarar 12 þúsund milljörðum íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að framleiðslan hefjist árið 2019 og að hún verði á bilinu 315.000 til 380.000 tunnur á dag. Fjárfestingin nemi 100-120 milljörðum norskra króna. Í seinni áföngum er áætlað að heildarfjárfesting á Johan Sverdrup fari í allt að 220 milljarða norskra króna og að framleiðslan stigi upp í 550.000 – 650.000 tunnur á dag. En það er líka til sérfræðingar í Noregi sem vara við þessari stefnu, eins og Thina Saltvedt, aðalolíugreinandi Nordea-bankans.Thina Margrethe Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar hjá Nordea bankanum.„Noregur á alls ekki að stefna að því að verða ennþá háðari olíunni en við erum nú þegar. Þróunin á fremur að vera í hina áttina,“ segir Thina. „Johan Sverdrup getur orðið til þess að við sofum inni í olíuloftbólu of lengi og gleymum að hugsa upp á nýtt.“ „Við verðum að nýta þá frábæru þekkingu sem við höfum byggt upp í olíugeiranum, siglingum og á hafinu og sveigja rannsóknir og pólitíska stefnumótun að endurnýjanlegri framleiðslu þar sem við getum nýtt samkeppnisforskot okkar,“ segir Thina Saltvedt. Johan Sverdrup er aðeins eitt af fjórum nýjum olíusvæðum sem Statoil áformar að taka í notkun við Noregsstrendur á næstu fjórum árum en af átta risafjárfestingum má nefna: Polarled, 480 kílómetra löng gasleiðsla til lands í Mæri og Romsdal, fyrir 25 milljarða norskra króna. Uppbygging Åsgard-olíusvæðisins 230 kílómetra vestur af Stavanger fyrir 31 milljarð norskra króna. Uppbygging Gina Krog-svæðis í Noregshafi 300 kílómetra vestur af Bodö fyrir 32 milljarða norskra króna. Uppbygging Aasta Hansen-svæðis í Norðursjó um 130 kílómetra vestur af Bergen fyrir 23 milljarða norskra króna. Þá er ekki talin með líkleg uppbygging í Norður-Noregi og Barentshafi en þar hafa stórar olíulindir verið að finnast á síðustu árum.Johan Sverdrup-olíusvæðið er talið geta gefið af sér 300 þúsund til 650 þúsund olíutunnur á dag í 50 ár.Grafík/Statoil. Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Stórfundur eykur líkur á olíuhöfn í Norður-Noregi Stór olíulind sem sænska olíuleitarfélagið Lundin fann í Barentshafi í síðustu viku er talin geta orðið vendipunktur í uppbyggingu olíuiðnaðar í Norður- Noregi. 21. október 2014 13:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Statoil tilkynnti á mánudag að uppbygging fyrsta áfanga á nýju olíusvæði í Norðursjó, Johan Sverdrup, kallaði á 51.000 ársverk. Tilkynningin birtist eftir stöðugar fréttir í haust af uppsögnum í norska olíugeiranum vegna lækkandi olíuverðs en áætlað er að yfir sjöþúsund manns hafi verið sagt upp störfum. „Áfram olíuveisla á gullströndinni“ var fyrirsögn fréttaskýringar Stavanger Aftenblad í framhaldi af frétt Statoil. Þar var bent á að aldrei hefðu jafnmargir Norðmenn starfað við olíuiðnaðinn og aldrei hefði norskt samfélag verið svo háð honum. Sérfræðinga greindi hins vegar á um hvort Noregur væri á leið fram af hengifluginu eða hvort stefndi í velheppnað eftirpartí. Allt frá því olíulindirnir fundust á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó árið 1969 hafa Norðmenn spurt sig hvenær ævintýrinu myndi ljúka. „Nú er enn og aftur búið að aflýsa kreppu í olíugeiranum,“ voru viðbrögð Terje Strøm, aðalhagfræðings greiningarfyrirtækisins Nyanalyse, í viðtali við blaðið. Bent var á að uppbyggingin á Johan Sverdrup-svæðinu þýddi mill 12.000 og 17.000 störf á hverju ári á árabilinu 2016 til 2024. „Sannleikurinn er sá að Norðmenn hafa aldrei gert betur,“ sagði Terje Strøm. „Þeir sem enn og aftur eru farnir að tala um sólarlag á norska landgrunninu geta hætt því, eins og síðast.“ Hann giskaði á að meirihluti þeirra sem fengið hefðu uppsagnarbréf í haust væri þegar kominn með nýtt starf, annaðhvort í sama iðnaði eða á öðrum stað í Noregi. Áætlanir Statoil um fyrsta áfanga Johan Sverdrup-svæðisins gera ráð fyrir að á 50 árum verði framleiðsluverðmætið 1.350 milljarðar norskra króna. Af því muni norska ríkið fá 670 milljarða norskra króna í beina fyrirtækjaskatta af olíulindinni, eða sem svarar 12 þúsund milljörðum íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að framleiðslan hefjist árið 2019 og að hún verði á bilinu 315.000 til 380.000 tunnur á dag. Fjárfestingin nemi 100-120 milljörðum norskra króna. Í seinni áföngum er áætlað að heildarfjárfesting á Johan Sverdrup fari í allt að 220 milljarða norskra króna og að framleiðslan stigi upp í 550.000 – 650.000 tunnur á dag. En það er líka til sérfræðingar í Noregi sem vara við þessari stefnu, eins og Thina Saltvedt, aðalolíugreinandi Nordea-bankans.Thina Margrethe Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar hjá Nordea bankanum.„Noregur á alls ekki að stefna að því að verða ennþá háðari olíunni en við erum nú þegar. Þróunin á fremur að vera í hina áttina,“ segir Thina. „Johan Sverdrup getur orðið til þess að við sofum inni í olíuloftbólu of lengi og gleymum að hugsa upp á nýtt.“ „Við verðum að nýta þá frábæru þekkingu sem við höfum byggt upp í olíugeiranum, siglingum og á hafinu og sveigja rannsóknir og pólitíska stefnumótun að endurnýjanlegri framleiðslu þar sem við getum nýtt samkeppnisforskot okkar,“ segir Thina Saltvedt. Johan Sverdrup er aðeins eitt af fjórum nýjum olíusvæðum sem Statoil áformar að taka í notkun við Noregsstrendur á næstu fjórum árum en af átta risafjárfestingum má nefna: Polarled, 480 kílómetra löng gasleiðsla til lands í Mæri og Romsdal, fyrir 25 milljarða norskra króna. Uppbygging Åsgard-olíusvæðisins 230 kílómetra vestur af Stavanger fyrir 31 milljarð norskra króna. Uppbygging Gina Krog-svæðis í Noregshafi 300 kílómetra vestur af Bodö fyrir 32 milljarða norskra króna. Uppbygging Aasta Hansen-svæðis í Norðursjó um 130 kílómetra vestur af Bergen fyrir 23 milljarða norskra króna. Þá er ekki talin með líkleg uppbygging í Norður-Noregi og Barentshafi en þar hafa stórar olíulindir verið að finnast á síðustu árum.Johan Sverdrup-olíusvæðið er talið geta gefið af sér 300 þúsund til 650 þúsund olíutunnur á dag í 50 ár.Grafík/Statoil.
Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Stórfundur eykur líkur á olíuhöfn í Norður-Noregi Stór olíulind sem sænska olíuleitarfélagið Lundin fann í Barentshafi í síðustu viku er talin geta orðið vendipunktur í uppbyggingu olíuiðnaðar í Norður- Noregi. 21. október 2014 13:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stórfundur eykur líkur á olíuhöfn í Norður-Noregi Stór olíulind sem sænska olíuleitarfélagið Lundin fann í Barentshafi í síðustu viku er talin geta orðið vendipunktur í uppbyggingu olíuiðnaðar í Norður- Noregi. 21. október 2014 13:45