Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2014 19:44 Allir þingmenn Framsóknarflokksins að ráðherrum flokksins undanskildum vilja að skipulagsvaldið varðandi Reykjavíkurflugvöll verði tekið af borginni og fært til Alþingis. Borgarstjóri segir skipulagsmál fara í vitleysu ætli Alþingi sér að grípa inn í þau í einstökum deiumálum. Samkvæmt frumvarpi framsóknarþingmanna sem lagt var fram á Alþingi í gær væri skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar fært undir innanríkisráðherra og Alþingi, sem skipaði fimm menn í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar. Tveir fulltrúar skipaðir samkvæmt tilnefningu ráðherra, tveir samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar og einn án tilnefningar. Þá yrði bæði aðal- og deiliskipulag flugvallarins í höndum Alþingis. Nánast nokkrum klukkustundum eftir að framsóknarþingmenn leggja til að skipulagsvaldið verði tekið af borginni varðandi Reykjavíkurflugvöll tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, fyrstu skóflustungurnar fyrir byggingu stærri flugstjórnarmiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar er möguleg vegna þess skipulags sem gildir um svæðið og er einnig hluti af samkomulagi sem borgarstjóri, innanríkisráðherra og forsætisráðherra skrifuðu undir í Hörpu í október í fyrra. Borgarstjóri segir það vonda hugmynd að Alþingi grípi hugsanlega alltaf inn í varðandi deilur í skipulagsmálum. „Þá fara skipulagsmálin að vera í bútum og einhverri vitleysu. Ef það er eitthvað sem talist getur prinsipp í íslenskri pólitík þá er það að ákvarðanir í skipulagsmálum eru best teknar út frá heildarhag og heildarsýn. En af sveitarfélögum sem eru í nánustu tengslum við íbúana,“ segir Dagur. Þetta prinsipp eigi ekki að brjóta í einstökum málum. En það eykur auðvitað vikt frumvarpsins að það er lagt fram af öllum óbreyttum þingmönnum annars stjórnarflokksins.Finnst þér þetta vera frekleg afskipti af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar?„Ég held að þetta sé fyrst og fremst einhvers konar pólitískt útspil frekar en þetta sé hugsað í samhengi við það hvernig er best er að halda á vandasömum skipulagsmálum á Íslandi til langs tíma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Allir þingmenn Framsóknarflokksins að ráðherrum flokksins undanskildum vilja að skipulagsvaldið varðandi Reykjavíkurflugvöll verði tekið af borginni og fært til Alþingis. Borgarstjóri segir skipulagsmál fara í vitleysu ætli Alþingi sér að grípa inn í þau í einstökum deiumálum. Samkvæmt frumvarpi framsóknarþingmanna sem lagt var fram á Alþingi í gær væri skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar fært undir innanríkisráðherra og Alþingi, sem skipaði fimm menn í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar. Tveir fulltrúar skipaðir samkvæmt tilnefningu ráðherra, tveir samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar og einn án tilnefningar. Þá yrði bæði aðal- og deiliskipulag flugvallarins í höndum Alþingis. Nánast nokkrum klukkustundum eftir að framsóknarþingmenn leggja til að skipulagsvaldið verði tekið af borginni varðandi Reykjavíkurflugvöll tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, fyrstu skóflustungurnar fyrir byggingu stærri flugstjórnarmiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar er möguleg vegna þess skipulags sem gildir um svæðið og er einnig hluti af samkomulagi sem borgarstjóri, innanríkisráðherra og forsætisráðherra skrifuðu undir í Hörpu í október í fyrra. Borgarstjóri segir það vonda hugmynd að Alþingi grípi hugsanlega alltaf inn í varðandi deilur í skipulagsmálum. „Þá fara skipulagsmálin að vera í bútum og einhverri vitleysu. Ef það er eitthvað sem talist getur prinsipp í íslenskri pólitík þá er það að ákvarðanir í skipulagsmálum eru best teknar út frá heildarhag og heildarsýn. En af sveitarfélögum sem eru í nánustu tengslum við íbúana,“ segir Dagur. Þetta prinsipp eigi ekki að brjóta í einstökum málum. En það eykur auðvitað vikt frumvarpsins að það er lagt fram af öllum óbreyttum þingmönnum annars stjórnarflokksins.Finnst þér þetta vera frekleg afskipti af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar?„Ég held að þetta sé fyrst og fremst einhvers konar pólitískt útspil frekar en þetta sé hugsað í samhengi við það hvernig er best er að halda á vandasömum skipulagsmálum á Íslandi til langs tíma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira