Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2014 19:44 Allir þingmenn Framsóknarflokksins að ráðherrum flokksins undanskildum vilja að skipulagsvaldið varðandi Reykjavíkurflugvöll verði tekið af borginni og fært til Alþingis. Borgarstjóri segir skipulagsmál fara í vitleysu ætli Alþingi sér að grípa inn í þau í einstökum deiumálum. Samkvæmt frumvarpi framsóknarþingmanna sem lagt var fram á Alþingi í gær væri skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar fært undir innanríkisráðherra og Alþingi, sem skipaði fimm menn í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar. Tveir fulltrúar skipaðir samkvæmt tilnefningu ráðherra, tveir samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar og einn án tilnefningar. Þá yrði bæði aðal- og deiliskipulag flugvallarins í höndum Alþingis. Nánast nokkrum klukkustundum eftir að framsóknarþingmenn leggja til að skipulagsvaldið verði tekið af borginni varðandi Reykjavíkurflugvöll tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, fyrstu skóflustungurnar fyrir byggingu stærri flugstjórnarmiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar er möguleg vegna þess skipulags sem gildir um svæðið og er einnig hluti af samkomulagi sem borgarstjóri, innanríkisráðherra og forsætisráðherra skrifuðu undir í Hörpu í október í fyrra. Borgarstjóri segir það vonda hugmynd að Alþingi grípi hugsanlega alltaf inn í varðandi deilur í skipulagsmálum. „Þá fara skipulagsmálin að vera í bútum og einhverri vitleysu. Ef það er eitthvað sem talist getur prinsipp í íslenskri pólitík þá er það að ákvarðanir í skipulagsmálum eru best teknar út frá heildarhag og heildarsýn. En af sveitarfélögum sem eru í nánustu tengslum við íbúana,“ segir Dagur. Þetta prinsipp eigi ekki að brjóta í einstökum málum. En það eykur auðvitað vikt frumvarpsins að það er lagt fram af öllum óbreyttum þingmönnum annars stjórnarflokksins.Finnst þér þetta vera frekleg afskipti af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar?„Ég held að þetta sé fyrst og fremst einhvers konar pólitískt útspil frekar en þetta sé hugsað í samhengi við það hvernig er best er að halda á vandasömum skipulagsmálum á Íslandi til langs tíma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Allir þingmenn Framsóknarflokksins að ráðherrum flokksins undanskildum vilja að skipulagsvaldið varðandi Reykjavíkurflugvöll verði tekið af borginni og fært til Alþingis. Borgarstjóri segir skipulagsmál fara í vitleysu ætli Alþingi sér að grípa inn í þau í einstökum deiumálum. Samkvæmt frumvarpi framsóknarþingmanna sem lagt var fram á Alþingi í gær væri skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar fært undir innanríkisráðherra og Alþingi, sem skipaði fimm menn í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar. Tveir fulltrúar skipaðir samkvæmt tilnefningu ráðherra, tveir samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar og einn án tilnefningar. Þá yrði bæði aðal- og deiliskipulag flugvallarins í höndum Alþingis. Nánast nokkrum klukkustundum eftir að framsóknarþingmenn leggja til að skipulagsvaldið verði tekið af borginni varðandi Reykjavíkurflugvöll tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, fyrstu skóflustungurnar fyrir byggingu stærri flugstjórnarmiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar er möguleg vegna þess skipulags sem gildir um svæðið og er einnig hluti af samkomulagi sem borgarstjóri, innanríkisráðherra og forsætisráðherra skrifuðu undir í Hörpu í október í fyrra. Borgarstjóri segir það vonda hugmynd að Alþingi grípi hugsanlega alltaf inn í varðandi deilur í skipulagsmálum. „Þá fara skipulagsmálin að vera í bútum og einhverri vitleysu. Ef það er eitthvað sem talist getur prinsipp í íslenskri pólitík þá er það að ákvarðanir í skipulagsmálum eru best teknar út frá heildarhag og heildarsýn. En af sveitarfélögum sem eru í nánustu tengslum við íbúana,“ segir Dagur. Þetta prinsipp eigi ekki að brjóta í einstökum málum. En það eykur auðvitað vikt frumvarpsins að það er lagt fram af öllum óbreyttum þingmönnum annars stjórnarflokksins.Finnst þér þetta vera frekleg afskipti af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar?„Ég held að þetta sé fyrst og fremst einhvers konar pólitískt útspil frekar en þetta sé hugsað í samhengi við það hvernig er best er að halda á vandasömum skipulagsmálum á Íslandi til langs tíma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira