Botnlið Stjörnunnar gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti ÍR á heimavelli sínum. Aðeins annar sigur Stjörnunnar í vetur.
ÍR var í öðru sæti fyrir leikinn og úrslitin koma því verulega á óvart.
Haukar unnu svo frekar auðveldan sigur á HK og komust um leið upp í fimmta sæti deildarinnar. HK og Fram á botninum en Stjarnan komin úr fallsæti.
Úrslit:
HK-Haukar 20-31
Mörk HK: Leó Snær Pétursson 5, Þorgrímur Smári Ólafsson 4, Garðar Svansson 3, Þorkell Magnússon 2, Lárus Helgi Ólafsson 1, Daði Laxdal Gautason 1, Aron Gauti Óskarsson 1, Tryggvi Þór Tryggvason 1, Guðni Már Kristinsson 1, Andri Þór Helgason 1.
Mörk Hauka: Tjörvi Þorgeirsson 8, Heimir Óli Heimisson 6, Þröstur Þráinsson 4, Janus Daði Smárason 3, Adam Haukur Baumruk 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Vilhjálmur Geir Hauksson 2, Árni Steinn Steinþórsson 2, Egill Eiríksson 1.
Stjarnan-ÍR 26-24
Mörk Stjörnunnar: Andri Hjartar Grétarsson 8, Þórir Ólafsson 6, Ari Magnús Þorgeirsson 5, Víglundur Jarl Þórsson 3, Hrannar Bragi Eyjólfsson 2, Eyþór Magnússon 1, Starri Friðriksson 1.
Mörk ÍR: Björgvin Hólmgeirsson 8, Bjarni Fritzson 5, Sturla Ásgeirsson 3, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Davíð Georgsson 2, Sigurjón Björnsson 1, Ingi Rafn Róbertsson 1, Arnar Hálfdánsson 1.
Stjarnan skellti ÍR | Haukar völtuðu yfir HK

Mest lesið






„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


Hinrik farinn til Noregs frá ÍA
Fótbolti