Enski boltinn

Berahino valinn í enska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Saido Berahino.
Saido Berahino. Vísir/Getty
Saido Berahino, framherji West Brom, er í landsliðshópi Roy Hodgson fyrir landsleiki Englendinga á móti Slóveníu og Skotlandi. Þessi 21 árs gamli framherji hefur farið á kostum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

„Ástæðan fyrir því að hann er valinn í hópinn er augljós. Það er ekki bara að hann hafi spilað vel fyrir félagið sitt heldur hefur hann hefur einnig verið öflugur með 21 árs landsliðinu," sagði Roy Hodgson á blaðamannafundi í dag.

Saido Berahino hefur skorað 8 mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er markahæsti enski leikmaðurinn í deildinni.

„Hann er í flottu formi og hefur verið inn í myndinni hjá okkur síðan við komum síðast saman. 21 árs landsliðið er bara að spila vináttuleik þannig að það var engin ástæða fyrir okkur að velja hann ekki núna," sagði Hodgson ennfremur.

Hodgson valdi líka Stuart Downing, kantmann West Ham, sem hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í maí 2012 og þá kemur Arsenal-maðurinn Theo Walcott líka inn eftir löng meiðsli.

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, er ekki í hópnum að þessu sinni en hann hefur ekkert spilað síðan að hann meiddist á æfingu með landsliðinu í september.



Enski hópurinn:

Markmenn: Fraser Forster, Ben Foster og Joe Hart.

Varnarmenn: Leighton Baines, Gary Cahill, Calum Chambers, Nathaniel Clyne, Kieran Gibbs, Phil Jagielka, Luke Shaw, Chris Smalling.

Miðjumenn: Ross Barkley, Michael Carrick, Stewart Downing, Jordan Henderson, Adam Lallana, James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain, Raheem Sterling, Andros Townsend og Jack Wilshere.

Sóknarmenn: Theo Walcott; Rickie Lambert, Wayne Rooney, Daniel Welbeck og Saido Berahino.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×